Saga - 2009, Page 260
BISkoP ARNeS SAGA. Þýð. Gunhild og Magnús Stefánsson. H.
Aschehoug & Co. í samvinnu við Fondet for Thorleif Dahls kultur -
bibliotek og Det norske akademi for sprog of litteratur. oslo 2007. 194
bls.
Hún lætur lítið yfir sér, bókin sem hér um ræðir; geymir hún þó meiri
fróðleik en margur myndi ætla. Hér er komin norsk þýðing á Árna sögu
biskups og þykir nokkrum tíðindum sæta, enda er þetta í fyrsta skipti sem
sagan kemur út á norsku; hún má þó heita meginheimild um sögu Íslands
og Noregs á síðustu áratugum 13. aldar.
Árni Þorláksson var fæddur árið 1237 og gegndi hann embætti
Skálholtsbiskups 1269–1298. Saga hans hefst árið 1237 en lýkur nokkuð
skyndilega 1291. Árni biskup lést þó ekki fyrr en árið 1298. Talið er líklegt
að sögulok hafi týnst og er það alltjent líklegri skýring en sú að sagan hafi
í öndverðu aldrei náð lengra. Árna saga tilheyrir samtíðarsögum í bók-
menntasögunni og hefur lengi verið talin skrásett af Árna Helgasyni,
frænda Árna Þorlákssonar og eftirmanni á Skálholtsstóli, eða þá af ein-
hverjum „undir handarjaðri Skálhyltinga“, svo vísað sé til orða Sverris
Tómassonar. Ritunartími sögunnar er oftast miðaður við biskupstíð Árna
Helgasonar (1304–1320). Höfundur leitar víða fanga í heimildum, bæði
rituðum og munnlegum, og hefur augljóslega haft aðgang að ágætu skjala-
safni biskupsstólsins. Af varðveittum skjölum að dæma er meðferð höf-
undar til fyrirmyndar.
Árna Þorlákssyni hefur verið flestum mönnum betur kunnugt um afl
lagaþekkingar. Biskupstíð hans einkenndist af deilum við veraldlega
höfðingja um yfirráð yfir kirkjustöðum í svonefndum staðamálum síðari,
en þau mál hefur Magnús Stefánsson einmitt kannað í þaula. Með tilvísun
í kirkjulög, boð páfa og erkibiskups og heilaga ritningu hélt Árni ýmsum
öðrum réttindum íslensku kirkjunnar á lofti og setti henni meðal annars ný
lög (kristinrétt Árna).
Árni Þorláksson var margfróður um lög kirkjunnar og er raunar nefnd-
ur „en sann venn av lovene …“ í Árna sögu (sbr. hina nýju norsku þýðingu,
bls. 52). Þess þarf þó að gæta að Árna saga er fyrst og fremst varnarrit kirkj-
unnar og þeirra manna sem henni stýrðu í Skálholtsbiskupsdæmi á síðustu
áratugum 13. aldar. Tími sögunnar er mikið umbrotaskeið í sögu landsins
og greinir frá samskiptum Íslendinga við yfirvöld í Noregi á fyrstu áratug-
um eftir að landsmenn gerðust þegnar Noregskonungs. Þetta er tímabil
lagasetningar og sagnaritunar sem ekki á sér hliðstæðu í sögu þjóðarinnar.
Árna saga er því kirkjupólitísk landssaga, eins og Guðrún Ása Grímsdóttir
hefur nefnt hana, og sem slík heimild um aðferðir kirkjunnar til að öðlast
frelsi og fá forræði yfir eigum sínum. Sagan er enn fremur besta heimildin
um viðtöku og lögfestingu lögbókanna Járnsíðu og Jónsbókar, en hin síðari
var lögbók Íslendinga í fullar fjórar aldir.
Stíll Árna sögu telst seint lipur, þó svo að rofi til á nokkrum stöðum.
ritfregnir260
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:53 Page 260