Saga - 2011, Blaðsíða 182
forsenda fyrir áframhaldandi sigrum sósíalismans í heiminum.101
Þeir töldu það skyldu sína að verja Sovétríkin og löguðu stefnu sína
að þeim breytingum sem gerðar voru á utanríkisstefnu Sovétríkj -
anna og alþjóðasambandsins hverju sinni. Það þurfti því ekki að
skipa íslenskum sósíalistum eitt né neitt. Þeir réðu stefnu sinni sjálfir
og kusu að verja Sovétríkin. Það er því einfaldlega rangt að Sósíal -
istaflokknum hafi verið stjórnað frá Moskvu, eins og Þór fullyrðir.
Hið rétta er að Sósíalistaflokkurinn byrjaði þegar árið 1938 að marka
sér sína eigin stefnu í fjölmörgum málaflokkum, eins og sjá má af
stefnuskrá flokksins en þar kemur meðal annars fram að flokkurinn
starfi „á lýðræðisgrundvelli, innan vébanda sinna og utan, og telur
rétt þjóðarmeirihlutans skýlausan til að ráða málum þjóðarinnar“.102
Þessi þróun ágerðist síðan þegar Bretar hernámu Ísland árið 1940,
og að styrjöldinni lokinni litu íslenskir sósíalistar á baráttu sína gegn
veru erlends hers á Íslandi sem lið í baráttu kúgaðra þjóða um heim
allan, sem þeir nefndu „sjálfstæðisbaráttuna nýju“ eða „þjóðfrelsis-
baráttu“.103
Þegar lýsing Þórs á stefnu og starfsemi íslenskra sósíalista á
stríðsárunum er skoðuð kemur ýmislegt kunnuglega fyrir sjónir,
enda hafa viðhorf hans til efnisins áður komið skýrt fram í ritröðinni
Ísland í síðari heimsstyrjöld. Tekið skal fram að fjölmargt í þeirri ritröð
er mjög vel gert, enda afrakstur viðamikillar heimildavinnu, bæði
heima og erlendis. Engu að síður skal þess freistað að benda á eitt
og annað sem orkar tvímælis í hinni nýju bók Þórs, einkum í ljósi
nýjustu rannsókna erlendra fræðimanna í skjalasöfnum í Moskvu á
samspili utanríkisstefnu Sovétríkjanna og stefnu Komint ern á
stríðsárunum.
Til að gera langa sögu stutta lítur Þór svo á að með griðasáttmála
Hitlers og Stalíns í ágúst árið 1939 hafi kommúnistar í raun og veru
gengið til liðs við þýsku nasistana í baráttunni við vesturveldin.
„Sovétríkin áttu að heita hlutlaus í þessu „heimsvaldastríði“ en
studdu Þjóðverja á allan hátt og létu Komintern virkja kommún-
istahreyfinguna gegn bandamönnum“, segir Þór og fullyrðir að
kommúnistar hafi „samfylkt með fasisma“, en það er heiti 64. kafla
bókar hans.104 Stefnu alþjóðasambandsins á árunum 1939–1941
skafti ingimarsson182
101 Sama heimild, bls. 232.
102 Stofnun Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins (Reykjavík: [s.n.] 1938), bls. 4.
103 Einar Olgeirsson lýsir baráttu íslenskra kommúnista og sósíalista frá þessum
sjónarhóli í bókinni Ísland í skugga heimsvaldastefnunnar.
104 Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið, bls. 353–354.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 182