Saga - 2011, Qupperneq 212
ónýtur kóngulóarvefur í skúmaskoti íslenskrar söguvitundar.“ Svo eru það
ekki einu sinni ríkjandi skoðanir á útgáfutíma bókarinnar sem hún birtir því
að hún ber þess merki að vera skrifuð á níunda tug síðustu aldar. „Flest sem
skrifað var fyrir 1985 fær sanngjarna og gagnrýna meðhöndlun … Um það
sem hefur verið ritað og rannsakað eftir 1990 er hins vegar ekki fjallað af
jafnmikilli sanngirni eða nákvæmni.“ Afstaða höfundar hefur „harðnað og
steinrunnið“ í kringum 1990. Ekki nóg með það: „Uppbygging verksins er
svolítið eins og Gunnar hafi mest langað að eiga samræðu við Þorvald
Thoroddsen, enda er bygging þess glettilega lík skipulagi Þorvaldar í þriðja
bindi Lýsingar Íslands frá 1919.“ Innihaldslaust og órökstutt hól Orra um
bókina vegur engan veginn upp á móti þessum harða dómi, kannski þvert á
móti því að það getur auðveldlega gefið lesendum þá hugmynd að ritdóm-
ari sé velviljaður gamla manninum og reyni því að stilla gagnrýni sinni í
hóf.
Orri hefur það rétt eftir mér að drög að Handbók í íslenskri miðaldasögu
voru skrifuð fyrir aldamót, að vísu að litlu leyti á níunda áratugnum, eins
og hann segir, heldur á hinum tíunda, alveg fram á árið 1999.3 En einmitt
það efni sem birtist í Lífsbjörg endurvann ég gersamlega eftir að fyrstu drög
að því fóru á kreik, um aldamótin 2000, og breytti köflum upp á 135
blaðsíður samtals í bók með ríflega 300 blaðsíðna texta. Um það geta les-
endur gengið úr skugga, því að drögin eru aðgengileg í Þjóðarbókhlöðu þó
að þau hafi ekki komið út formlega.4 Samkvæmt heimildaskrá Lífsbjargar
eru notuð þar 155 fræðirit (í víðri merkingu sem spannar allt frá rannsóknar -
skýrslum til yfirlitsrita) frá því eftir 1985, þar af eru 95 frá árabilinu
1986–2000 og 60 frá 21. öld. Þetta eru um 40% af öllum fræðiritum í heim-
ildaskrá bókarinnar. Ef einhverjum þykir hlutfall eldri rita samt sem áður
hátt má benda á að þar eru mörg rit í gersamlega fullu gildi, til dæmis flest
sem birtist eftir Kristján Eldjárn og allt sem notað er eftir Sigurð Þórarinsson
jarðfræðing. Þá eru greinar í Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder frá
þessum tíma, en þær reyndust víða einu færu leiðirnar að samanburði
Íslandssögunnar við skandinavíska sögu, því engin leið er að setja sig inn í
langorðar sérrannsóknir um hvaðeina utan Íslands þegar svo fjölbreytt efni
er til meðferðar. Loks er í Lífsbjörg, með orðalagi Orra, „margt tínt til og
afgreitt sem löngu úrelt má teljast.“ Þar er væntanlega einkum átt við það
sem ég kalla rannsóknarsögu og talsvert er um í bókinni.
Nú sagði Orri ekki að í Lífsbjörg væri lítið fjallað um það sem hefði verið
birt eftir 1990 heldur að það væri gert á ósanngjarnan og ónákvæman hátt.
gunnar karlsson212
3 Gunnar Karlsson, Inngangur að miðöldum. Handbók í íslenskri miðaldasögu I
(Reykjavík: Háskólaútgáfan 2007), bls. 14–15.
4 Gunnar Karlsson, Drög að fræðilegri námsbók í íslenskri miðaldasögu II. Þjóðveldis -
samfélag og Sturlungaöld. Önnur gerð (Reykjavík: Sagnfræðistofnun 1999), bls.
3–66; III. Síðmiðaldir (Reykjavík: Sagnfræðistofnun 1999), bls. 110–115 og 147–211.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 212