Saga - 2011, Síða 224
Flateyjarbók til þess eins „að fá sem mestan heildarsvip á verkið“ (II, bls.
lvi). Þetta er svo sem smáatriði. Öllu verra er að enn þrjóskast ritröðin við
að útskýra ekki frágang texta og lætur þetta duga: „Stafsetning er hér sam-
ræmd á hefðbundinn hátt, eins og tíðkast hefur frá öndverðu í ritröð
Íslenzkra fornrita“ (II, bls. lvi).
Morkinskinna er bráðskemmtileg aflestrar og sagt er frá mörgu sem ekki
er reifað í þekktari söfnum konungasagna, svo sem Heimskringlu. Sjálft
handritið er frá því um 1270–80 en líkast til var verkið skrifað um 1220
(I, xxxiv). Kunnust er Morkinskinna fyrir skondna þætti af Íslendingum, svo
sem Sneglu-Halla þátt, Stúfs þátt og Ívars þátt Ingimundarsonar. Margir
þeirra hafa fengið að fljóta með í útgáfum Íslendingasagna og eru sumir
varðveittir stakir í yngri handritum (I, bls. xliii–xliv). Þegar litið er á þættina
í samhengi við söguþráðinn verður merking þeirra hins vegar önnur, eins
og sýnt er með fróðlegum og sannfærandi hætti í formála (I, bls. xlvi–l).
Þarflitlar málalengingar frá ótal fræðimönnum um höfund og hugsanlega
eldri gerð textans, með framhaldi um textavensl við önnur konungasagnarit
(I, bls. xiv–xl), hefði aftur á móti mátt afgreiða á tveimur til þremur blað -
síðum, enda verður niðurstaðan varla annað en það sem á einum stað segir
réttilega: „Í raun er engin leið að skera úr um það“ (I, bls. xiv). Langdregin
umfjöllunin er of fræðileg fyrir almenna lesendur og ekki nógu fræðileg
fyrir fræðimenn, því mestanpart er stiklað á mati annarra og vart tekið af
skarið um nokkurn hlut. Margt er þó skarplega athugað um samfélagslegt,
pólitískt og hugmyndalegt umhverfi sögunnar, þótt ófáar ályktanir gefi
augaleið: „En gleði getur orðið háreysti og kátína að bræði. Þar sem mikið
er drukkið og etið getur brugðið til beggja vona“ (II, bls. xxxix). Eins er lítið
gagn að því þegar texti nálgast hátíðarræður að andagift: „Í Morkinskinnu er
lýst fornum siðum. Forn kvæði eru í öndvegi. Samt er Morkinskinna
bjartsýnn texti nýrra tíma. Þar er ekki dregin upp mynd af feigu samfélagi
heldur því sem koma skal … Hún er ungleg vegna þess að nýi tíminn er þar
áleitinn“ (II, bls. xlv). Er ekki hægt að segja þetta um hvaða texta sem er?
Bókmenntalegir eiginleikar sögunnar eru vandlega útskýrðir og bygg-
ist sú umfjöllun á fyrri ritsmíðum Ármanns, en lítið fer fyrir mati á sögulegu
gildi verksins eða einstakra frásagna og ekki er spáð í það hvernig höfund-
ur leit á eigið verk hvað það varðar. Á einum stað í Morkinskinnu eru til að
mynda sérlega áhugaverð aðfaraorð að vísu: „Og til þess að þetta sé eigi
logið þá segir Arnórr svá jarlaskáld“ (II, bls. 8). Enn merkari er athugasemd
við frásögn af umsátri um Dyflini: „Þeir gera síðan atgöngu að borginni, og
verður þar hörð orrusta. Þeir vinna borgina að lykðum og þó með mörgum
brögðum, þótt vér kunnim þar eigi greiniliga frá að segja“ (II, bls. 66). Þetta
viðhorf höfundar er ekki rætt og af fjórum blaðsíðum, sem ætlað er að fjalla
um það „hvers konar sagnarit“ Morkinskinna er, fer hálf þriðja síða í frá-
sögn af þýðingum sem gerðar voru á vegum Hákonar konungs Hákonar -
sonar, eftir að sagan var samin. Síðan koma fáein háfleyg orð um fagurfræði
sögunnar og ekkert um boðað viðfangsefni (II, bls. xlviii–li). Á sama hátt er
ritdómar224
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 224