Saga - 2011, Page 235
við Íslands- og Evrópusöguna án þess að það kæfi rödd hennar, og Sigrúnu
ferst það vel úr hendi. Hún forðast að setja líf Þóru í of sterkt samhengi við
hefðbundna sögulega bautasteina. Atburða- og stjórnmálasagan eru lengst-
um í bakgrunninum en yfirtaka þó atburðarásina stöku sinnum, þegar
tengja þarf hitt eða þetta æviatriðið við hefðbundinn tímaás sögunnar. Hið
sögulega samhengi virkar þó oftar en ekki tilviljanakennt. Við upphaf bók-
ar bætir Sigrún upp fyrir skort á heimildum um líf Þóru með því að telja
upp hina og þessa atburði sem áttu sér stað á fyrstu tveimur áratugunum í
ævi hennar. Annars staðar setur hún áfanga í lífi Þóru í samhengi við
atburði sem eru löngu gleymdir. Loftsteinn fellur til jarðar haustið eftir að
faðir Þóru hlýtur biskupsvígslu í Kaupmannahöfn. Sumarið 1881 eiga apó-
tekarahjónin í miklum erjum, svo að eiginkonan ógnar manni sínum með
karbólsýru. Hið sögulega samhengi (eða samhengisleysi) er því brotakennt
og getur virst tilviljanakennt — jafnvel „ómerkilegt“ — í hugum þeirra sem
lifa fyrir atburða- og stjórnmálasöguna. Þetta stílbragð Sigrúnar fer við -
fangs efninu þó afar vel, því Þóra hafði auðvitað sem kona mjög takmark -
aðan aðgang að því pólitíska sviði sem atburða- og stjórnmálasagan hverfist
um. Aðrir lesendur, m.a. undirrituð, kunna því Sigrúnu góðar þakkir fyrir
að neita þráfaldlega að hengja frásögn sína á hefðbundinn tímaás meintrar
þjóðarsögu og undirstrika þannig að saga er margbrotið og marglaga fyrir-
bæri sem engin eining ríkir um, þótt ákveðnar tegundir hennar séu algeng-
ari en aðrar.
Þannig ræður ákveðið látleysi ríkjum í frásögninni. Jafnvel þegar af -
drifaríkir atburðir setja mark sitt á líf Þóru, skautar Sigrún yfir þá eða notar
sem staksteina í framvindu atburðarásarinnar. Brúðkaup Þóru og Þorvaldar
er gott dæmi um þessa aðferð. Makaleit Þóru er aðalþemað á fyrstu 140
blaðsíðum bókarinnar og henni jafnvel fullmikill gaumur gefinn. Brúð -
kaupið sjálft er hins vegar afgreitt á tveimur síðum. Undir lok lýsingarinnar
eru veisluhöldin fléttuð saman við stutta lýsingu á einu mesta samdráttar-
skeiði Íslandssögunnar, sem hófst veturinn 1880–1881 og var að ljúka um
það leyti sem Þóra og Þorvaldur gengu í hjónaband árið 1887, með þeim
íburði sem sæmdi verðandi hjónum af þeirra sauðahúsi. Þannig grefur
Sigrún undan brúðkaupinu sem hefðbundnu risi í frásögnum af konum,
skálduðum og sannsögulegum. Þess í stað fjallar hún um ófagrar aðstæður
á Íslandi og skapar þannig mikla andstæðu við þá velsæld og áhyggjuleysi
sem lesandinn hefur fengið að kynnast. Brúðkaupið er því ekki hið eigin-
lega ris bókarinnar heldur snýst upp í andhverfu sína. Það þjónar sem tæki
til að skýra frá örlögum þorra þjóðarinnar og varpa ljósi á þann stéttamun
sem ríkti í landinu. Sigrún forðast þannig fimlega að smætta Þóru niður í
eiginkonu- og móðurhlutverkið.
Fjarlægð Sigrúnar frá viðfangsefninu auðveldar henni jafnframt að
forðast að mála hetjumynd af Þóru, þótt hún dragi sannarlega fram að ævi-
ferill hennar var um margt áhugaverður og sérstakur. Sigrún skapar Þóru
ævi og ævisögu án þess að hneigjast til upphafningar og hetjusköpunar eins
ritdómar 235
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 235