Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.01.2001, Qupperneq 96

Jökull - 01.01.2001, Qupperneq 96
Leó Kristjánsson Höfundur þessarar greinar hóf að kynna sér sögu silfurbergsins í rannsóknaleyfi í borginni Madison í Wisconsin á vormánuðum 1995 og hefur haldið þeim athugunum áfram síðan innanlands og utan. Að mestu hefur verið um stopula tómstundaiðju að ræða, en mikill árangur náðist við dvöl í Kaupmanna- höfn í jan.–mars 2000, með tilstyrk Alþingis. Starfs- fólk Millisafnalána Háskólabókasafns og ýmsir aðr- ir hafa verið mjög hjálplegir við útvegun ljósrita af vísindagreinum. Afraksturinn hef ég nú tekið sam- an sem óformlega skýrslu (Leó Kristjánsson, 2001). Hún er einkum byggð á efni erlendra fræðigreina og bóka um raunvísindi, sem gefa til kynna notkun silfur- bergsins og tengsl þess við framvindu ýmissa vísinda- greina. Ég hef ekki lagt mikla áherslu á að afla bréfa eða skjala varðandi námureksturinn eða útflutnings- og sölumál silfurbergsins; bíður það verkefni áhuga- samra sagnfræðinga. Silfurbergið er afbrigði steindar sem nefnd er kalkspat (á ensku: calcite), og er kalsíumkarbónat eins og fleiri gerðir af kalksteini. Kalkspat er algengt víða um lönd og hefur orðið til á ýmsan hátt. Hér á landi hefur silfurberg gjarna myndast af jarðhitaummynd- un bergsins í og við svonefndar megineldstöðvar. Ein slík útkulnuð eldstöð, og raunar sú fyrsta sem lýst var skilmerkilega hérlendis (Walker, 1959), liggur yfir Reyðarfjörð og ná áhrif hennar einnig til hluta Mjóa- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Það er sérstakt við krist- allana frá Helgustöðum, hve stórir sumir þeirra gátu orðið, hreinir, tærir og gallalitlir, og hve þeir klofna auðveldlega eftir þrem tilteknum stefnum sem mynda 105 horn. Einhverjar aðstæður við ummyndunina hafa ráðið þessu. SAGAN 1668–1710: BARTHOLIN, HUYGHENS, NEWTON Fyrsta heimild um silfurbergið er í konungsbréfi Frið- riks III. vorið 1668, um að steinhöggvari skuli send- ur til Reyðarfjarðar að vinna kristalla. Þetta mál hlýt- ur að hafa átt einhverja forsögu, sem meðal annars er hugsanlegt að rekja megi til samskipta ýmissa Íslend- inga við fjölfræðinginn og náttúrugripasafnarann Ole Worm, en ekki hefi ég fundið ákveðnar vísbendingar um það. Í Kaupmannahöfn kom síðan út 60 bls. bæklingur um silfurbergskristallana (Bartholin, 1669). Höfund- urinn var af þekktum ættum vísindamanna, og var orðinn prófessor í bæði stærðfræði og læknisfræði. Bæklingurinn lýsir ítarlega ýmsum eiginleikum silf- urbergsins og eru þær athuganir, ásamt riti landa hans Niels Steensens um aðra kristalla á sama ári, af mörgum taldar marka upphaf vísindalegrar krist- allafræði. Merkilegasta uppgötvun Bartholins varð- andi silfurbergið var þó á sviði ljósfræði fremur en kristallafræði, því að hlutir sáust tvöfalt í gegnum það, m.ö.o.: ljósgeisli sem féll á silfurbergskristall, skiptist í tvennt inni í honum. Þessi hegðun ljóss (1. mynd) var alveg ný fyrir mönnum. Bartholin staðfesti, að annar geislinn hlýddi vel þekktu lögmáli Snells um ljósbrot í glærum efnum, en hinn hegðaði sér sérkennilega. 1. mynd. Mynd úr bæklingi Bartholins (1669). Dökk- ur punktur á blaði undir silfurbergskristalli sést sem tveir punktar. Ef kristallinum er snúið (liggjandi flöt- um), snýst önnur ímyndin með honum, en hin er kyrr. Huyghens (1690) setti tvo kristalla hvorn ofan á ann- an og sneri þeim efri. Af því sem þá sást, mátti draga þessa ályktun: eftir að venjulegur ljósgeisli fer í gegn- um silfurberg, hefur hann ekki bara skipst í tvo daufari geisla venjulegs ljóss, heldur hefur kristallinn einnig breytt einhverju í eðli þess. – A diagram from Barthol- in (1669) showing double refraction, where one ima- ge rotates with a crystal of Iceland spar. C. Huygh- ens made further progress in the understanding of the nature of light by putting another crystal on top. 96 JÖKULL No. 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.