Jökull


Jökull - 01.01.2001, Side 99

Jökull - 01.01.2001, Side 99
Silfurbergið frá Helgustöðum fékk hann hjá G. S. Mackenzie sem hér var á ferð 1810. Meðal annars fann Brewster mikilvæg tengsl milli þess, í hvaða samhverfu–flokki kristall væri og hvaða áhrif hann hefði á skautun ljóss. Einnig fann hann, að glær föst efni eins og gler (og jafn- vel kálfslappa–hlaup!) gætu sýnt tvöfalt ljósbrot ef þau væru undir þrýstingi. Mælingar Brewsters á end- urkasti ljóss frá flötum ýmissa efna staðfestu kenni- legar niðurstöður Fresnels um það atriði. Franska uppsveiflan í eðlisfræði og skyldum greinum, sem áður var nefnd, hafði áhrif á raun- vísindamenn víðar í Evrópu á áratugunum 1820– 50, einna helst í Bretaveldi (að Írlandi meðtöldu). Þar gerðu G.G. Stokes og margir aðrir merkar rann- sóknir í ljósfræði og skyldum greinum, sem urðu til þess að bylgjukenningin um ljósið vann endan- legan sigur á agnakenningu Newtons upp úr 1830. Þessa þróun má meðal annars tengja við upphaf svo- nefndrar eðlisfræði–gullaldar við Cambridge–háskóla um 1845. Þó voru menn þess meðvitaðir, að gallar voru á bylgjukenningunni og fræðum Fresnels, því að ljósvakinn varð að hafa mjög skrítna eiginleika til þess að útreikningum bæri saman við niðurstöður tilrauna á ljósi. Á meginlandinu utan Frakklands var Þjóðverjinn F. E. Neumann einna atkvæðamestur bæði á kennilega sviðinu og í ljósfræðitilraunum, m.a. á silfurbergi. Jafnframt rannsóknum á ljósi var meðal annars verið að kanna eðli varmageislunar frá heitum hlutum. Staðfestist smátt og smátt fyrir 1850, að varmageislun hafði alla sömu eiginleika og sýnilegt ljós. Íslensk- ir silfurbergskristallar voru notaðir við þær athuganir, sem og við rannsóknir á ljósi frá himninum, regnbog- anum og norðurljósum, á speglun frá málmflötum, á ljósskynjun augans og mörgu öðru. Viss vandkvæði voru á að skoða stóra ljós- gjafa gegnum silfurbergskristalla, því að þá sköruð- ust myndirnar tvær sem sáust gegnum slíkan kristall. W. Nicol (1829) í Edinborg fann aðferð til að losna við aðra myndina, með því að saga strending af silfur- bergi sundur á ská og líma hann saman með trjákvoðu. Í þessum samlímdu silfurbergskubbum, sem almennt nefndust Nicol–prismu síðan, speglaðist annar geisl- inn út til hliðar og hvarf, sjá 3. mynd. Þau breiddust út meðal vísindamanna og tækjasmiða á næstu tveim áratugum. Tugir afbrigða af þeim voru þróaðir, og urðu í heila öld nær ómissandi við allar rannsóknir þar sem skautun ljóss kom við sögu. 3. mynd. Einföld mynd af því hvernig Nicol–prisma úr silfurbergi verkar á ljós. Í geisla sem fellur á pr- ismað (frá vinstri) getur sveiflustefnan verið í hvaða átt sem er. Beint gegnum prismað kemst aðeins of- anvarp ljóssveiflanna á eina tiltekna stefnu, en ljós- sveiflur hornrétt á þá stefnu mynda annan geisla sem speglast niður eftir (ekki sýnt). – A simplified diagram showing how a Nicol prism selects oscillations in one particular direction from unpolarized light. TVEIR STÓRÁFANGAR UM 1850: FARADAY OG PASTEUR M. Faraday er einn af kunnustu raunvísindamönnum Breta, og gerði hann margskonar uppgötvanir í efna- fræði og síðar eðlisfræði. Ein þeirra (Faraday, 1846) var sú, að segulsvið frá sterkum rafsegli sneri lítillega sveiflustefnu ljósvakans í ljósgeisla í gleri og fleiri efnum. Þessi Faraday–hrif, sem svo voru kölluð, fund- ust með hjálp Nicol–prisma. Þau vöktu mikla athygli og voru fyrsta vísbendingin um að ljós hefði eitthvað með segul- eða rafsvið að gera. Um svipað leyti fór efnilegur menntaskólastúd- ent í Edinborg, J. C. Maxwell, með frænda sínum í silfurbergs–heimsókn til fyrrnefnds W. Nicol, og gaf Nicol honum síðar prismu. Maxwell gerði á næstu árum tilraunir á skautun ljóss, meðal annars svipað- ar þeim sem D. Brewster hafði gert á tvöföldu ljós- broti í efnum undir þrýstingi. Hann varð vel kunn- ugur tilraunum Faradays og annarra á áhrifum seg- ulsviðs á ljósskautun, og á raf- og seguleiginleikum silfurbergs. Eftir háskólanám og rannsóknir á öðrum vettvangi setti Maxwell síðan fram upp úr 1860 bylt- JÖKULL No. 50 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.