Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.01.2001, Qupperneq 100

Jökull - 01.01.2001, Qupperneq 100
Leó Kristjánsson ingarkennda kenningu um að ljós væri bylgja raf- og segulsviða, fremur en fjaðurbylgja. Polarimetrar þeir, sem áður voru nefndir, voru framleiddir í þúsundatali á 19. öld og mjög mikið notaðir á rannsóknastofum (einkum í lífrænni efna- fræði), í iðnaði (einkum varðandi sykur o.fl. matvæli, og nefndust þá sakkarimetrar), í læknisfræði og víðar. Svipaðri tegund sem kalla mætti ellipsu–polarimetra, var beitt til að rannsaka aðrar breytingar á skautunar- ástandi ljóss í efnum. Í hverjum polarimeter voru oft- ast tvö Nicol–prismu, og fór ljós fyrst gegnum ann- að þeirra og síðan sýnið, en með hinu prismanu var mælt hve mikið sveiflustefnan hafði snúist í sýninu. Einnig voru í polarimetrum sérstakar þynnur (oftast úr kvarzi, stundum silfurbergi) til að auka nákvæmni aflesturs, en seint á öldinni var farið að bæta í þá einu eða jafnvel tveim Nicol–prismum í sama tilgangi. Ungur efnafræðingur í Frakklandi, L. Pasteur, hóf að rannsaka ljóseiginleika vínsýru með polarimeter upp úr 1845. Vitað var að vökvar og kristallar sneru sveiflustefnu ljóss í ljósgeisla ýmist með eða móti úr- vísum. Honum (Pasteur, 1848) tókst að sýna fram á tiltekin tengsl þessa fyrirbrigðis við byggingu kristall- anna. Það vakti mikla athygli og um leið áhuga efna- fræðinga á fleiri þáttum í eðli sameinda. Pasteur sjálf- ur fór í framhaldi af þessu m.a. að kanna áhrif örvera á vínsýruna, og leiddu þær athuganir til nýs skilnings á eðli lífsins. SILFURBERG OG KRISTALLAFRÆÐI FRAMAN AF 19. ÖLD Rúmfræðileg bygging kristalla er mjög flókin, og tók mestalla 19. öldina að greiða úr þeim málum. Í ljós kom fljótlega, að samhverfu–eiginleikar ráða þar miklu, og má skipta öllum þekktum kristöllum í sex (sumir nota sjö) flokka eftir mismunandi sam- hverfu. Einfaldasti flokkurinn eru svonefndir tenings– kristallar, sem m.a. matarsalt tilheyrir. Kalkspat og kvarz eru í flokki sem hefur minni samhverfu, en þau eru jafnframt mjög heppileg til að hafa til hlið- sjónar við skoðun hinna flóknari kristallaflokka. Kalk- spat getur kristallast á óvenju marga vegu miðað við önnur efni. Það myndar hóp með nokkrum öðrum málm–karbónötum sem hafa grunn–form svipuð silf- urbergi, og má bera ýmsa eiginleika þeirra saman. Kalsíumkarbónat getur að auki myndað steind sem nefnist aragonít og er í öðrum flokki kristalla en kalk- spat. Allt þetta gerði kalkspat að einni mikilvægustu steind í sögu steinda- og kristallafræða, og eru stað- hæfingar um það víða í greinum og bókum merkra fræðimanna. Af öllu kalkspati var íslenska silfurbergið eftir- sóttast til rannsókna á margskonar eðliseiginleikum. Sjaldgæft var að kalkspatkristallar erlendis hefðu lög- un skátenings–grunnformsins, og samsetning þeirra íslensku gat verið yfir 99.9% hrein meðan erlend- ir kristallar innihéldu iðulega fáein % af öðrum efn- um en kalsíumkarbónati. Þótt oft væru í kristöllun- um frá Helgustöðum sprungur og aðrar óreglur, voru sumir kristallanna úr námunni meðal þeirra fullkom- lega reglulegustu og gallalausustu, sem fyrirfundust af nokkru efni í náttúrunni, og klofningsfletir voru mjög sléttir. Þetta auðveldaði alla túlkun mælinga. „Íslenska silfurbergið, þessi dásamlega steind, er hornsteinn þekkingar okkar á eðlisfræði kristalla“ segir þekktur austurrískur steindafræðingur, G. Tschermak (1881). Ein merkasta uppgötvunin sem íslenska silfur- bergið átti stóran þátt í á árunum 1820–50, var sú að margir eiginleikar kristalla voru háðir stefnu miðað við samhverfuása sína. Það gilti til dæmis um varma- þenslu, varmaleiðni, fjaður–eiginleika, rafleiðni, og svörun við utanaðkomandi segulsviði. Urðu þessar niðurstöður grunnur að skilningi eðlisfræðinga á svo- nefndri misátta hegðun efna (anisotropy), og geta þær einnig hafa stuðlað að framförum í skyldum greinum aflfræði og stærðfræði. SKAUTUNARSMÁSJÁR OG BERGFRÆÐI, UM OG EFTIR 1860 Nicol–prismu voru brátt notuð í smásjár til ýmissa rannsókna í kristallafræði og bergfræði. Á sjötta ára- tug 19. aldar varð Bretinn H. C. Sorby fyrstur til að búa til sneiðar af bergi svo örþunnar, að ljós barst vel í gegnum þær. A. Des Cloizeaux í Frakklandi (sem hafði verið sendur hingað 1845 til að skoða silfur- bergsnámuna), var farinn að beita skautun ljóss við rannsóknir á steindum um 1860. Annar Íslandsfari, Þjóðverjinn F. Zirkel, þróaði þessa tvennskonar tækni 100 JÖKULL No. 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.