Jökull - 01.01.2001, Blaðsíða 116
Páll Theodórsson
Ósjaldan þurfti að gera við beltin á víslunum. Þeir sem muna þessa tíma geta séð að Kalli Eiríks var ekki
með í þessari ferð. Jón Örn Bjarnason (t.h.) og höfundur að verki. – Fixing the belt on one of the weasels.
Ljósm./Photo. óþekktur/unknown
lagarins var orðin svo lág að ís tók að setjast á hnífana
sem fyrr. Eftir þetta gekk borunin nokkuð greiðlega
þótt kjarnarnir væru mjög mislangir, frá 50 sm upp í
180 sm.
Allt frá upphafi hafði það verið annar megin vandi
okkar að borinn sat iðulega mjög fastur í botni hol-
unnar eftir að borun lauk. Nú var þetta nánast eini
vandinn. Þegar borinn festist var togað með um 500
kg krafti í kapalinn. Þurfti að halda þessu togi alllengi,
iðulega allt að stundarfjórðungi, en stöku sinnum mun
lengur, einu sinni í 8 klukkustundir. Þetta reyndi eðli-
lega mjög á kapalinn (og taugar okkar) og slitnuðu raf-
þættir nokkrum sinnum í honum. Þurfti þá að klippa
af kaplinum fyrir ofan slitið. Upphafleg lengd kapals-
ins var 700 metrar, en af þykktarmælingum fransk-
íslenska leiðangursins á Vatnajökli um áratug fyrr var
giskað á að þykkt jökulsins væri þarna um 500 metr-
ar. Hinn 6. júlí kom svo að því að heili hluti kapals-
ins náði ekki niður í botn borholunnar, en þá var dýpi
hennar orðið 297 metrar.
Síðari borlota
Horfur voru nú á að boruninni væri lokið. Þó var enn
nokkur von. Sumarið áður hafði ég unnið í sex vikur
við borun á Grænlandsjökli með vísindamönnum frá
Danmörku, Sviss og Bandaríkjunum og gengið vaktir
með borstjóranum, Lyle Hansen, sem var bandarískur.
Hann var helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í hönnun
jöklabora. Þegar ég kom af Bárðarbungu til Reykja-
víkur um miðjan júlí hringdi ég til Lyle og spurði
hvort stofnun hans (CREEL) gæti lánað okkur kapal.
Hann hringdi daginn eftir og sagði að þeir hefðu kap-
al, sem væri að koma frá Suðurskautslandinu, en hann
væri ekki nema liðlega 400 metrar, og bauðst hann til
að senda okkur kapalinn. Liðlega 100 metra aukning
116 JÖKULL No. 50