Jökull - 01.01.2001, Page 118
Páll Theodórsson
Okkur var það ólýsanlegur léttir þegar við skiluðum af okkur ískjörnunum, sem varðir voru með frauðplasti, í
frystigeymslu bifreiðar frá Mjólkursamsölunni. – Loading the ice cores into the ice cream truck at the glacier
margin. Ljósm./Photo. Elín Pálmadóttir.
traustustu stuðningsmenn okkar meðal jöklamanna.
Við sáum nú að við hefðum ekki mátt fara margar
bíllengdir niður jökulsporðinn því jökullinn var mjög
sprunginn þar og þýfður. Okkur var það satt að segja
mikil ráðgáta hvernig hægt væri að koma snjóbílnum
og ískjörnunum þarna niður af jöklinum, en Gunnar
og Hörður sögðu að alltaf fyndist leið. Þeim tókst að
þoka víslinum og sleðanum hálfa leið niður af jökli,
en þá voru beltin svo illa farin af hinu erfiða færi að
ekki var mögulegt að komast lengra að sinni. Þá var
sóttur gamall pallbíll sem beið niðri í Jökulheimum og
tókst eftir mikið basl að komast með hann nærri upp
að Gosa, og voru ískjarnarnir fluttir yfir á pall bíls-
ins. Þegar bíllinn var komin hálfa leið niður á sand
drap hann á sér og komst ekki í gang að nýju. Var
þá rafkerfi mótorsins flutt niður í Jökulheima, hreins-
að, þurrkað og gert við ýmislegt og loks sett í bílinn
að nýju. Eftir langdregnar tilraunir daginn áður til að
ræsa bílinn var rafgeymirinn nú tómur og þurfti að
sækja geyminn í Jökul-2 og fór pallbíllinn þá loks í
gang. Með varfærni og lagni tókst að koma ískjörn-
unum í frauðplastinu niður að frystibílnum frá Mjólk-
ursamsölunni sem beið við jökulsporðinn. Athugun á
nokkrum ískjörnum sýndi að hiti þeirra var enn vel
undir frostmarki.
Var nú slegið upp mikilli veislu í boði Mjólkur-
samsölunnar þar sem allir gátu fengið eins mikið af
ýmsum gerðum af gómsætum ís og hver gat í sig lát-
ið. Erfiðu verki var nú lokið. Enda þótt við hefðum
ekki náð settu marki vorum við mjög ánægðir með
árangurinn. Hann áttum við öllu fremur að þakka þol-
inmæði, þrautseigju og ósérhlífni fjölda áhugamanna
og stuðningi margra aðila.
118 JÖKULL No. 50