Jökull


Jökull - 01.01.2001, Side 143

Jökull - 01.01.2001, Side 143
Jöklarannsóknafélag Íslands sprungur og ganga á Vesturlandi, Gígjukvíslarfar- veginn og breytingar á honum í hlaupinu 1996, um sanda og aura framan við Kötlujökul, byggingu Surts- eyjar og minningargrein um Ragnar Stefánsson auk fastra liða. Áslaug Geirsdóttir og Bryndís Brandsdótt- ir höfðu á hendi faglega ritstjórn auk þess sem Bryn- dís vann hluta umbrots og sá um samskipti við prent- smiðju að mestu. Vinna við 48. og 49. árgang er langt komin. Enn er stefnt að því að 50. árgangur Jökuls koma út nú á afmælisárinu 2000. FRÉTTABRÉF Oddur Sigurðsson varaformaður félagsins sá um út- gáfu fréttabréfsins eins og undanfarin ár. Fimm frétta- bréf komu út á árinu. SUMARFERÐ Sumarferðin var farin 10.-11. júlí og var fjölmenn og góðmenn, því þátttakendur voru milli 40 og 50. Þrátt fyrir góða veðurspá varð það hlutskipti hópsins að halda til í og við hinn góða skála Miðdal, hús Magnús- ar Hallgrímssonar, í þoku og súld. Lítið sást af dýrð Tindfjalla en fólk lét það ekki spilla ferðagleðinni. Höfðu margir við orð að fara sem fyrst á þessar slóðir aftur sjá þá hvernig umhorfs er á svæðinu. ÁRSHÁTÍÐ Árshátíð félagsins var haldin í Golfskálanum við Grafarholt 19. nóvember og sóttu hana yfir 70 manns. Þótti hún takast með miklum ágætum. Skemmtinefnd- in sá um árshátíðina og þótti standa sig með mikilli prýði. Snemma árs stóð nefndin fyrir bjórkvöldi í ris- inu á Mörkinni 6 og náðist með því að eyða hallanum á árshátíðinni 1998. Lögðu margir velunnarar sig alla fram við að rétta af fjárhag skemmtinefndar. SKÁLAMÁL Töluvert var um að vera í skálamálum á árinu. Ekki byrjaði það þó vel, því í ofviðri í mars fauk Esjufjalla- skáli af grunninum og brotnaði í spón, eftir 22 ára vist í Skálabjörgum. Skálanefnd stóð fyrir könnunarferð um páska en ekki tókst að koma á hreinsunarferð eins og til stóð síðastliðið sumar. Einnig bar það við síðast- liðinn vetur að smávægilegar skemmdir urðu á gamla skálanum í Jökulheimum vegna elds. Í vorferðinni vann smíðaflokkur undir stjórn Sverris skálanefndar- formanns að stækkun á gamla skálanum á Grímsfjalli. Byggt var nýtt andyri á húsið, og útihurðin færð á austurgaflinn. Jafnframt var gamla forstofan rifin og sett upp lokað herbergi fyrir mælitæki í vesturenda hússins. Hefur nú aðstaða fyrir rannsóknatæki stór- batnað. Í ljósi þess hve mikilvægt er að halda uppi eftirliti með Grímsvatnasvæðinu styrkti Vegagerðin þessar endurbætur á húsinu. Síðastliðið sumar voru einnig settar upp tvær nýjar gufurafstöðvar í gamla skálanum. Byrjunarörðugleikar hafa hrjáð stöðvarnar en búist er við að komist verði fyrir þá næsta sumar. Vegna framkvæmda á Grímsfjalli og áfallsins í Esju- fjöllum var ákveðið að fresta hugmyndum um stór- felldar endurbætur á nýja skálanum í Jökulheimum. BÍLAMÁL Dodge bifreið félagsins var notuð í þremur rannsókn- arferðum félagsins í Grímsvötn og skjálftamælinga- ferð á Vatnajökul í júlí, auk nokkurra annarra ferða, m.a. fyrir skálanefnd. Nokkrar bilanir urðu á bílnum á árinu, en á það er að horfa að þrátt fyrir mjög þunga notkun á árinu 1998 urðu bilanir það ár litlar. Álag á bílinn í jöklaferðum er mjög mikið, bæði getur færi verið þungt og hleðsla oft mikil. Því er það mat stjórn- ar að gagnsemi bílsins geri mun meira en vega upp á móti kostnaði við hann. Bílanefnd hefur velt fyrir sér valkostum þegar kemur að endurnýjun, en líkleg- ast er að félagið muni eiga þennan bíl allra næstu ár- in. Snjóbíllinn Jaki hefur ekki verið ökufær síðustu 3 ár og engin áform uppi að nota hann meira í ferðum félagsins. Því var honum komið fyrir í vörslu Einars Brynjólfssonar í Götu og mun hann að líkindum eyða ævikvöldinu þar innan um aðra sína líka. Bombardier snjóbíll félagsins var í sumar gefinn til Hornafjarðar, til varðveislu og sýningar í væntan- legu jöklasafni. Var mikil ánægja meðal ráðamanna Hornafjarðar með þennan fyrsta safngrip sem gefinn var beint til jöklasafns. Mun Bombinn því vonandi um ókominn ár standa sem verðugur minnisvarði um ferðamáta 30–40 ára tímabils á Vatnajökli, þegar jök- ullinn var kannaður af frumherjum félags vors. JÖKULL No. 50 143
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.