Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1954, Page 80

Breiðfirðingur - 01.04.1954, Page 80
70 BREIÐFIRÐINGUR hann vegna hvítu stígvélanna. í sömu svipan missti ég einn- ig fótanna á hálli og brattri skipshliðinni. Vissi ég svo naumast af mér, nema ég greip til sunds og rakst bráðlega á eitthvað, sem flaut í sjónum. Reyndist það vera grindin af spilinu. Hélt ég mér þar á floti um stund, en kom þá auga á nótabátinn. Þangað synti ég, og voru þar þegar nokkrir félaga minna, þar á meðal skipstjórinn, sem dró mig inn í bátinn. Þóttist ég nú hólpinn um stund. Og nú fyrst vannst tími til að átta sig. En þótt ótrúlegt megi virðast hafði ég ekki orðið hræddur eða gripinn angist. All- ur kraftur sálar og líkama fór til þess eins að bjarga sér, ef nokkur kostur yrði. Sú viðleitni virðist bera bæði hugsun og tilfinningar ofurliði. Eg var dofinn á fótum, en annars ekki mjög kalt, þótt ég væri svo snöggklæddur, eins og áður er sagt. Ekki er hægt að segja, að útlitið væri gott, þótt í bátinn væri komið. I honum var ekkert annað en snurpivírarnir. Allt annað, svo sem farviður og stýri hafði verið tekið um borð í skipið til að létta bátinn, meðan skipið rak um kvöld- ið. Nú átti að reyna að lengja aðra bátsfestina með snurpi- vírnum, svo að báturinn drægist ekki í kaf, er skipið sykki. En til þess þurfti að losa aðra festina, sem báturinn var festur með, og halda svo í hina, meðan bætt yrði við vír- unum. En í einhverju ofboði eða misskilningi á skipun skipstjórans voru báðar festarnar leystar, og áður en varði rak bátinn hratt frá hinu sökkvandi skipi beint út fjörðinn út í myrkrið, storminn og freyðandi löður á skerjum og boðum. Nú gat enginn mannlegur hugur eygt von né björgun framar. En vitund mannsins er ótrúlega þolin. Eitthvað gat enn orðið til hjálpar. Verstur var kuldinn og það að hafa ekkert í höndunum, sem til hjálpar yrði og stjórnar á bátn- um. Allt, sem við gátum gert, var að ausa bátinn með stíg- l
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.