Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 8
6
BREIÐFIRÐINGUR
með smá grasrjóðrum inn á milli. Var þetta mjög fallegt
land og er máske enn. En í mínum augum, eins og á stóð
þennan rigningarmorgun fyrir meira en hálfri öld, þar sem
við vorum með 400 fjár, þreytt, hálfhungrað og skinnblautt,
þá var mér ómögulegt að líta öðruvísi á þennan fallegan
skóg, en sem ljótan farartálma, þegar mér varð litið upp
hlíðina og gerði mér ljóst, hversu erfitt yrði að koma fénu
þennan áfanga. Er það skemmst frá að segja, að það tók
okkur hálfan daginn að koma fénu þennan stutta spöl upp
fjallshlíðina. Gerði ég mér þá í hugarlund, að nú myndi
vegurinn batna, en það var nú ekki alveg, því að skammt
vorum við komnir frá brúnum Hestfjarðarheiðar, þegar
við tóku urðir, svo' illar yfirferðar, að ekki var viðlit annað
en reka féð í smáhópum yfir þær. Ekki sást eitt einasta
strá á löngum kafla á heiði þessari. Er erfitt að gera sér
í hugarlund meiri andstæður en þennan hluta Hestfjarðar-
heiðar og skógivöxnu fjallshlíðarnar, sem nefnast Almenn-
ingar, og við höfðum glímt við að kom afénu upp þá fyrr
um daginn. Meðan við vorum á þessari hrjóstrugu leið,
gerði bleytubyl, og bætti það ekki úr með að koma fénu
áfram. Varð svo sleipt á grjótinu, að féð gat ekki fótað sig,
en rann ofan í gjóturnar og reif sig til hlóðs á fótunum.
Um síðir höfðum við þó verstu urðirnar aðí baki, og batnaði
þá bæði veður og færð; fór þá allt að ganga betur. Vorum
við þá skammt upp af Hestfjarðarbotnum, en þaðan er ekki
mjög löng leið að Hattardalsskarði. Skarð þetta er það ein-
kennilegasta, sem ég hef séð. Háir klettar eru beggja vegna
skarðsins, og eru þeir álíka háir, en breidd sjálfs skarðsins
er ekki nema fáir metrar. Töluverð hæð er upp í þetta
skarð. Þegar féð var rekið gegnum skarðið, var það fremsta
komið niður Álftafjarðar megin, þegar síðustu kindurnar
voru enn í miðju skarðinu. Langur vegur er frá skarðinu
og að Hattardalsbæjunum, en þeir eru tveir, efri og neðri.