Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 16

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 16
Brot úr ævisögu Vestur-íslendings Ég hef verið beðinn að skrifa fáeinar línur um eitthvað af því, sem á dagana hefur drifið, síðan ég fór frá Islandi haustið 1892 með skipi, sem ég hafði verið á til fiskiveiða fyrir strönd íslands það sumar. Nafn skipsins var Patreks- fjörður, eign Chr. Grams stórkaupmanns í Kaupmannahöfn, sem líka hafði verzlun í Stykkishólmi og á Þingeyri við Dýrafjörð. Þegar fiskiveiðar voru endaðar snemma í sept- ember, sigldum við til Stykkishólms, og þá kapteinn Hall- grímsson þurfti 1 mann til að hafa fulla áhöfn, bað hann mig að fara með honum. Þetta gjörði ég. Þá tókum við fullan farm af íslenzkum vörum, sem átti að fara til Liverpool á Englandi, og eftir það tókum við farm af ýms- um vörum til Stykkishólms og komum þar í byrjun nóvem- ber. Þegar við vorum búnir að losa farminn, tókum við aftur farm af íslenzkum vörum til Kaupmannahafnar, 14. nóv. vorum við klárir til að sigla, en veðrið var heldur ískyggilegt, svo að við fórum aðeins til Elliðaeyjar, hvar við vorum til næsta morguns, en þá léttum við akkerum og sigldum út Breiðafjörð. Þessi ferð gekk vel og eftir 16 daga náðum við til Kaupmannahafnar, hvar við mátt- um bíða tii þess við gátum komizt að bryggjunni. Næsta dag var áhöfnin afskráð. Allir höfðu heimili að koma til, en ég varð að taka íbúð á sjómannaheimili. Það fór vel um mig þar. Ég hélt áfram siglingum í 4 ár frá Dan- mörku, þar á meðal tvær ferðir til Grænlands. Var ráð- inn sjómaður á norsku seglskipi og var í siglingum frá Noregi meira en 1 ár. Varð síðan leiður af siglingum og

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.