Breiðfirðingur - 01.04.1957, Síða 17
BREIÐFIRÐINGUR
15
fór að læra snikkaraiðn (húsasmíði) í Kristíaníu (nú
Osló). Árið 1900 varð stórt verkfall í Osló, en þá fór ég
til Tónsberg, (kaupstaður í Oslófirðinum), og var þar í þrjú
ár. En þegar kreppan kom þangað og verkfall varð mest
meðal byggingamanna, en við fréttum að það væri nóg af
vinnu hér í Ameríku, þá fór ég hingað. Og nú hef ég verið
hér í 50 ár og mér og mínu skylduliði hefur liðið vel
hérna. Náttúrlega hefur verið hér eins og annars staðar
upp og niður með vinnu og lífsafkomu. En fyrir Guðs
góða náð höfum við ávallt haft húsaskjól og nóg að borða
og að klæðast í, og það þótt fjölskyldan væri stór, börnin
10, en í allt 12. Árið 1935 leið ég hinn stærsta skaða,
er ég missti hina ágætu konu mína. Átta af börnunum
voru þá fullvaxin og gátu unnið fyrir sér, en tvö voru
enn á skólaaldri. Nú eru þau öll gift og hafa sín eigin
heimili, og ég hef þá ánægju að ferðast milli þeirra og
líta á barnabörnin 23 og barnbarnabörnin 7. Hér má sjá,
að ég hef mikið að þakka góðum Guði fyrir hans miklu
náð og blessun í öll þessi ár. Það borgar sig að treysta
Drottni, hann lætur það engum verða til skammar.
Eg er fæddur á Valshamri á Skógarströnd 13. júní 1871.
Þegar ég var 15 ára, flutti ég með foreldrum mínum að
Narfeyri í sama hreppi. 17 ára fór ég sem vinnumaður
til Guðmundar, sem þá var í Gvendarey við Skógarströnd,
hvar ég dvaldi 3 ár. Fór þaðan til séra Jósefs Hjörleifs-
sonar á Breiðabólstað, og var þar 1 ár, réðst síðan á ofan-
greint skip til fiskiveiða.
Stephan Johnson.
(Stefán Jónsson, sem þetta ævisögubrot er eftir, er frá
Narfeyri á Skógarströnd, bróðir Guðmundar Jónssonar
pósts og alþýðuforingja í Stykkishólmi. Stíl hans hef ég ekki
viljað breyta. — Ritstj.)