Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 24
22
BREIÐFIRÐINGUR
Flóðaldan fyrir minni fjarðarins hefur mælzt meiri þarna
en annars staðar hér við land, allt að 6 m. í stórstraumi fen
í smástraumi um 2 m. Vegalengdin þvert yfir fjörðinn er
12 km., en af þeirri leið girða eyjarnar fyrir meira en helm-
inginn. Hvort stíflum yrði komið fyrir þarna með nægilega
miklu gegnumrennsli og með viðráðanlegur kostnaði er
órannsakað með öllu, en ef það tækist, er til nokkurs að
vinna, því að þarna mætti fá 1,5 milljarð kwst. árlega eða
þrisvar sinnum meira en úr Sogi fullvirkjuðu.
Utan við Hvammsfjörð eru minni firðir og vogar svo sem
Alftafjörður, Vigrafjörður, Nesvogur fyrir innan Stykkis-
hólm og Hofstaðavogur og Kolgrafarfjörður fyrir utan
Stykkishólm, eru allir hafa nokkur skilyrði til virkjunar.
Má þar telja fremstan Kolgrafarfjörðinn, ef hann liggur
ekki um of í vari fyrir flóðöldunni, sem kemur að utan inn
Breiðafjörðinn. Fjörðurinn snýr nokkuð til norðausturs og
verður þar því ágætt skjól fyrir útsjó. Ytri hluti fjarðarins
er 5 km. langur, en inn úr botni hans ganga tveir firðir.
Er sá vestari samnefndur, en hinn er kallaður Hraunsfjörð-
ur. Mynnið á þessum innri hluta Kolgrafarfjarðar er 650
m. á breidd og í því er áll nær 100 m. breiður og 8 m.
djúpur. Grunnt er í mynninu að öðru leyti. Flatarmál þessa
innra hluta fjarðarins er 20 ferkm.
Hraunsfjörður er allur grunnur innan við þriggja metra
dýpi. Sjálft mynnið er 330 m. á breidd og flatarmál Hrauns-
fjarðar er 6 ferkm.
Ef stíflað væru fyrir utan mynni fjarðanna með 3 km
langri stíflu, eru staðhættir þannig að fá mætti tveggja lóna
virkjun með því að gera millistíflu frá framstíflunni í Ber-
serkseyrarodda, sem gengur út á milli fjarðanna. — Sökum
stærðarmuna lónanna yrði orkunýting ekki góð, en stífla
mætti einnig fyrir hvorn fjörðinn sér og hafa sína stöðina í
hvorri stíflu. Mætti þá hugsa sér aðra starfandi á útfalli, en