Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 26

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 26
24 BREIÐFIRÐINGUR á aukinni raforku að halda, að við verðum að hafa okkur alla við að virkja það vatnsafl, sem fært er, enn um skeið, það er og eigi ólíklegt, að samstarf vatnsaflstöðva við kjarn- orkustöðvar geti orðið hagstætt slíkt og nú er samstarf vatns- aflstöðva við gufuaflstöðvar og dísilstöðvar. Fyrir okkur Islendingum liggur það verkefni að sjá okkur sjálfum fyrir aukinni raforku næstu áratugina með virkjun vatnsafls, en árleg aukning raforkuþarfarinnar í almennings- veitum er um 3000 kw að minnsta kosti og er þá ekki með talinn hugsanlegur stóriðnaður á borð við áburðarverksmiðj- una eða þaðan af stærri. Mætti orða þetta á þá leið, að hvert mannsbarn, er fæðist nú á íslandi, þyrfti að fá eitt kílówatt rafmagns í vöggugjöf, er það léti sem sinn skerf í almenn- ingsveitukerfi landsins. Vinnum og iðjum Vinnum og iðjum vel til landsins þarfa Vökum og biðjum, nóg er til að starfa. Vér hyllum þig af hug og sál og helgum þér vort bernsku mál! Þú fagra, góða friðarland! Vort frjálsa ættarland. Þóra M. Stefánsdóttir.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.