Breiðfirðingur - 01.04.1957, Síða 27
Oss dreyma lát
Oss dreyma lát, um daga jafnt sem nœtur,
a5 dragi harmaský frá gœfusól,
að huggist sá, er hamingjuna grœtur,
að hœlislausum veitist öruggt skjól,
að þeim, sem líður berist raunabœtur,
að beri ávöxt frœ, sem vonin ól,
að ferskur varmi frosnar þýði rœtur,
að fyllist skrúða, þar sem áður kól.
Oss dreyma lát, að byggð úr rústum rísi,
að riki friður, þar sem stríð er háð,
að sundurlynda sátt og eining hýsi,
að sakborningar rétti geti náð,
að kúguðum og föngum frelsi lýsi,
að fruntamexuiin bceti gerzt sitt ráð,
að sannleikurinn blekktum vegu vísi,
að veröld hrjáða fegri líf og dáð.
En enginn draumur verður veruleiki,
ef vilji, þor og framtak er ei með,
því hrifning dvín, þótt hugsjón elda kveiki,
ef hönd er ekki fyrir störfum séð,
þeim sterka jafnt skal valdaður hinn veiki,
því vinningslyktum ráðið getur peð,
en þó að stundum skot að marki skeiki
þá skerpum sjón og herðum betur geð.
M. Jónsson frá Skógi.