Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 30

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 30
Frú Guðrún Ricther Sumum mönnur er svo farið, að öðrum finnst alltaf leika um þá sólargeisli og stafa frá þeim ylur. Og þegar þeir hverfa af sviði lífsins er sem skyggi í huga vina og vanda- manna og blær lífsins verði aldrei jafn blíður og fyrr. Svo var um þessa konu. Frú Guðrún Ricther var fædd í Stykkishólmi 14. október 1872. Foreldrar hennar voru þau Samúel S. Ricther verzl- unarstjóri og Soffía Emilía Thorsteinsson. Þau voru bæði búin miklum mannkostum og héldu uppi einu af hinum ágætustu menningarheimilum, sem þá voru kunn í Stykkis- hólmi, og raunar víðar við Breiðafjörð. Guðrún ólst því upp eins og blóm, sem gróðursett er sunn- an undir góðum skjólgarði og nýtur jafnan nægrar um- hyggju. Hún drakk líka þegar á barnsaldri í sig dýrar lindir menningar og mennta. Foreldrar hennar létu sér annt um að innræta börnum sínum guðsótta og góða siðu, kenna þeim fagra háttprýði og efla með þeim göfuglyndi. Þeim voru líka kenndar ýmsar greinir til munns og handa. Jafnframt naut Guðrún úrvals bókasafns föður síns og átti greiðan aðgang að fleiri bókasöfnum. Virtist hún og þegar á unga aldri hverjum manni vel, og þótti vænleg á allan hátt. Hún var mjög listhneigð og lærði strax í æsku að leika á fleiri en eitt hljóðfæri sér og öðrum til ánægju. Dráttlist iðkaði hún að nokkru án þess að njóta verulegrar

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.