Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 35

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 35
BREIÐFIRÐINGUR 33 sjávarútveg hafði hann engan. Var þó sóttur sjór af nábúum hans. Oft ýtti hann samt báti úr vör, en lítt var það til að auðgast á. Býli hans lá í þjóðbraut á árabátaöldinni. Flutti hann margan manninn fyrir lítið gjald og veitti næturgreiða. En hitt er og satt, að honum var það endurgoldið af sumum með álíka greiðasemi. Um störf hans í Reykjavík, eftir að hann fluttist þangað, veit ég fátt eitt. Get mér samt til, að hann hafi rækt þau af samvizkusemi, að minnsta kosti vann hann þar, meðan fært var, því að hann varð bráðkvaddur, er hann var að ljúka dagsverki sínu. Sumir töldu hann hvikulan í landsmálum. Ekki vil ég þar undir skrifa. Hann var alltof skynsamur til að samþykkja allt, sem óbilgjarnir stjórnmálaforingjar sögðu réttast vera. Dró sig þá í hlé, en hélt sinni skoðun. Hingað og ekki lengra, var lians úrræði. Einum góðum vini mínum verður færra, er ég kem næst til Reykjavíkur. Eggert Eggertsson var fæddur í Fremri-Langey á Breiða- firði 26. sept. 1879. — Foreldrar hans voru Eggert Þor- bergur Gíslason Gunnarssonar, formanns og aflamanns á Kvíabryggju í Grundarfirði og kona hans, Þuríður Jónsdótt- ir Bjarnasonar úr Höskuldsey. Voru þeir feðgar báðir hafn- sögumenn. Eru þetta allt kunnar, breiðfirzkar ættir. Eggert brautskráðisf frá Flensborgarskóla vorið 1897. Hann stund- aði um tíma barnakennslu á Skarðsströnd og í Hvamms- sveit. Arið 1903 kvæntist hann Kristínu Guðmundsdóttur, húnvetnskri að ætt, er einnig stundaði kennslu á sömu slóð- um og hófu þau búskap í sambýli við foreldra Eggerts, í Fremri-Langey, sama ár. Til Bíldseyjar fluttust þau 1907 og bjuggu þar til 1928. Árið 1934 fluttust þau til Reykja- víkur, og gerðist Eggert þingvottur og stefnuvottur og hélt þeim starfa til æviloka.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.