Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 39

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 39
Helga Jónsdóttir frá Sveinsstöðum Hún Helga frá Sveins- stöðum, eins og hún var jafnan kölluð, er dáin. Já, mikil kona er fallin frá. Einn af hinum sterku stólp- um hinnar gömlu, íslenzku sveitamenningar. Helga var fædd í Sauða- gerði við Reykjavík, 14. okt. 1867, en dó 25. ágúst (1957) s.l. og vantaði því tæpa 2 mánuði til að fylla 90 aldursárin. Ung missti hún föður sinn, en ólst upp hjá frænd- fólki sínu í Þingvallasveit. Mun hún hafa farið snemma að vinna fyrir sér og lært að treysta á eigin krafta, með hjálp og handleiðslu guðlegrar forsjónar, en slík trú einkenndi líf hennar til æviloka. — 24 ára giftist Helga, Guðbirni 0. Bjarnasyni 15. ágúst 1891, höfðu þau þá byrjað búskap á Kolbeinsstöðum í Snæ- fellsnessýslu. Þar bjuggu þau í 6 ár. Fluttu svo að Sveins- stöðum í Neshrepp ytri á Snæfellsnesi. Þangað flutti Helga með manni sínum ókunnug öllum, en full af vonum um framtíðina og óbilandi kjark, enda stóð hún ótrauð við hlið manns síns í hvívetna. Þarna bjó hún í rúm 40 ár en 14

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.