Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 44

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 44
42 BREIÐFIRÐINGUR hænsnum alveg óhætt að ganga þar um og naga grastopp- ana kringum hús, brunna og brekkur. Það var eiginlega eins og allir ættu allt — saman — og væru eitt heimili. Þarna var stórbrotið og sérkennilegt landslag. Háir klett- ar, hólar og lægðir. I tveim stöðum grænir dalir með nokkr- um bæjum og mátulegt bil milli þeirra. Það þótti mér fallegt, þó einkum að standa á „höfðanum“ og horfa á græna torfbæi með reyk upp úr strompum og steinlagða stétt við dyrnar. Breiðafjarðareyjar þekkja allir, hafa heyrt þeirra getið. En ekki er víst að þeir hafi komið þar og séð búsæld fugl- anna, orkuna þá, sem engin mannleg hönd megnar að buga. Þeir, sem áttu eða liöfðu á leigu óbyggðar eyjar, gátu sótt hvað eftir annað fullar fötur af eggjum, marga poka af dún og mörg þúsund lundakofur. Næsta vor sást þó engin breyting, þar var sama auðlegð, sama fórn sjálfsögð og velkomin. Kringum eyjarnar sást varla í sjóinn fyrir fuglum. Litlu höfuðin unnu hratt, og skildu öll þessi ólíku tungumál. I Stykkishólmi voru þá tvær verzlanir og ágæt viðskipti, hægt að fá heilmikið af „krami“ fyrir 4—10 krónur og allt til, sem okkur vantaði. Eg held, að verzlanasamband hafi þar verið aðallega eða eingöngu við Dani. Allt skó- tau var nefnt „danskir skór“ og oft sagt í búðum: „Hann er seigur, danskurinn“, eða „Danskurinn kann lagið á því“. Loks kom svo bakarí. Þá var mikið um dýrðir og ósköp voru brauðin þá góð. Heil rúgbrauð kostuðu 25 aura, fransk- brauð 12 aura, vínarbrauð 5 aura og snúðar 3. 011 mjólk var unnin heima. Ef hún var seld, kostaði pottur af nýmjólk 10 aura, skilvindumjólk 5. En pottur af rjóma var víst kominn upp í 25 aura. Fólkið var mjög vingjarnlegt og mátulega kunnugt. Félagslíf þess fábrotið og öfgalaust. Stjórnmál heyrði ég aldrei nefnd og stéttamunur kom vísl

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.