Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 49

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 49
BREIÐFIRÐINGUR 47 var títt, komst hann í kast við fisk einn mikinn, sem hann hugði beinhákarl vera, og bar af honum sigur með nauð- um, eins og Egill af Atla skamma. Eftir það fékk hann oft tryllingsköst. Varð honum þá oft að orði: „Hann ætlaði að drepa mig, bölvað beinið.“ Bær Gvendar var og kall- aður Beinið. Tóku menn oft svo til orða: „beinið í Bein- inu“, þegar tilrætt var um Gvend. Síðast talinn, en ekki síztur, er Brynki höfðingi. Hann átti til höfðingja að telja í allar áttir. í beinan legg kvaðst hann vera kominn frá Birni Péturssyni í Oxl og hafði erft öxi hans hina miklu, sem nú var ágætust vopna. Nokkuð var honum farin að förlast sjón fyrir aldurs sakir. Einkum ef heiðskírt var og sólríkt. Bæ Brynka kölluðu Hólmarar Höfuðlausn. Allir þessir foringjar, sem nú eru taldir, höfðu hver um sig mikla sveit röskra drengja. Hélt nú allur herinn upp að smiðju Landsynnings að fá sér vopn. Var þar og um auðugan garð að gresja, hamrar, tengur, ljáspíkur, skeifna- brot og margt fleira. Gerðu þeir rask mikið í smiðjunni og tjón eigandanum. Stóri Koddi tók klumbu eina mikla, sem lá þar utan dyra, og reiddi um öxl. Stjáni snjalli þreif lambslungu, sem lágu á smiðjuveggnum. Hafði Landsynningur aflað sér þeirra á blóðvelli um daginn. Kvað Stjáni að blinda mætti dýrið með þeim, ef snjallt væri miðað högginu. Þegar herinn hafði vopnazt, bar þar að Einar í Ási. Spurði hann Landsynning eftir hrút sínum, Móra. Hann finndist ekki heima. Hélt að kannske hefði hann rásað þangað, því að sauðkindin væri gjörn að ana á vindinn. En hætta var á að hann rynni saman við sláturfé, en þá var hann honum tapaður. Kaupmenn voru ekki vanir að misnota höpp sín. Ekki hafði Ólafur orðið hrútsins var.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.