Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 57

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 57
BREIÐFIRÐINGUR 55 Mjólka var ei mikil þraut, merkið bar þess vottinn, ætti ég að elda graut allt varð fast við pottinn. Sízt varð kökugerðin góð, gat ei temprazt hitinn, svo hjá urðu sverðarjóð svartar mjög á litinn. Eldhúsvinnu ei vanur er og vera inni að degi. Betur kynni bauga ver blautu að sinna heyi. Einn ég máttlaus er við slátt, um þó hátt ei lesi. Oft á bágt með baslið þrátt búið smátt í Nesi . Sléttubandavísa. Vísu þessa yrkir Júlíus fyrir munn Jóns Thorbergs. Mínar dangast illa ær allar svangar verða. Þínar strangar fyllast fjær fjallaganginn herða. Um Jón Thorberg og œmar. Eitt sumar voru Júlíus og Jón við slátt sem oftar. Var grasleysi og höfðu þeir fengið leigðar slægjur hjá Sigurði á Auðshaugi á svonefndum Seljamvrum. Fara hér á eftir orðaskipti þeirra yfir slættinum og vísur þær, sem Júlíus gerði í tilefni af því. Það er Júlíus, sem segir frá:

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.