Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 67

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 67
BREIÐFIRÐINGUR 65 um. Var eitt húsið ætlað selfólki til íbúðar, en tvö húsin til geymslu á mjólk og mjólkurvörum. Stundum voru húsin fjögur. Var þá eitt ætlað til áhaldageymslu og fleira. Þá voru mjaltakvíar við hvert sel. Var það opin tólft, byggð úr grjóti, ef það var nærtækt. Lengd kvía fór eftir ærtölu, en breiddin var tæpir 2 metrar. Vanar kvíaær röðuðu sér í tvær raðir, frá gafli til dyra, og snéru höfði að hlið- veggjum. Nægjarlegt rúm varð að vera aftan við ærnar fyrir mjaltakonur. Fast fólk í selinu var tíðast þetta: Sel- ráðskona, sem stundum var heimasætan á bænum, smalinn og unglingsstúlka eða gömul kona til hjálpar við mjaltir og önnur störf. Ur mjólkinni var unnið smjör, skyr, ostar, sýra og súrmjólk. Vara þessi var flutt heim úr selinu á hestum vikulega. Þar sem slægjuland var til nálægt selinu, stundaði sel- fólkið heyskap, eins og tími vannst til vegna annarra starfa. Líklegt má telja, að selfarir hafi verið hér mjög algeng- ar á fyrstu öldum Islandsbyggðar, en svo hafa selin fallið niður smátt og smátt, unz síðasta selið var horfið. Senni- legt má þó telja, að sum sel hafi staðið og verið starfrækt allt fram í lok 17. aldar. Nú er þó fyrir löngu fennt í spor þess fólks, sem lifði kyrrlátu lífi við selin í faðmi fjall- anna. Saga þess er nær alveg gleymd og grafin, nema ef enn kynni að leynast í vitund einstöku manna eitt og eitt ævintýr eða þjóðsaga, sem gjörðist á sínum tíma við eitt- hvert selið. A nokkrum stöðum hefur tímans tönn afmáð seltóftir gjörsamlega, og örnefni í sambaíndi við selin eru að falla í gleymsku. Hættan á að þessi þáttur úr þjóðlífi íslendinga glatist með öllu vex með hverju líðandi ári, eftir því sem fólki fækkar í sveitum, ef ekkert verður að gjört. Ekki ætti að líða á löngu, þar til fróður og fær maður verður fenginn til þess að rita búnaðarsögu þjóðarinnar frá upphafi. Og þó má ekki gleyma seljunum, svo stór þáttur

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.