Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 71

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 71
BREIÐFIRÐINGUR 69 seinna vænna að skrásetja staðinn, þar sem selið stóð. — Ánum frá seli þessu hefur verið haldið til haga á Vatnsdal. Undarlegt má vera, ef Drápuhlíð hefur ekki haft selstöð á Hraundal, þar sem jörðin átti mikið og kostaríkt fjalland. En engin merki til þess hafa fundizt. Hins vegar hefur lögskilarétt staðið þar lengi á tveim stöðum. Sú eldri er víða sokkin í jörð. Hin stendur furðu vel enn. Oddnýjarsel: — Selið stendur lítinn spöl í norður frá austurenda Seljafells og vestan undir syðsta enda Þorleifs- staðaholts á litlum grasbletti. Tólftirnar halda sér mjög vel enda eru þær á skjólgóðum stað. Þetta eru 3 tóftir í röð, sambyggðar á göflum. Syðsta tóftin er að stærð 5.60x50 m. Miðtóft 4.30x2.40 m. Nyrzta tóft 2.40x240 m. Dyr á syðstu tóft við norðurgafl í vestur. Innangengt virðist hafa verið milli mið og nyrztu tóftar, en útidyr úr henni í vestur. Um það bil 70—80 m. í landsuður frá selinu er lítið hamrakast. Norðan undir því hafa kvíarnar verið, byggðar úr grjóti, en nú gjörfallnar. Á stöku stað vottar þó fyrir hleðslu. Lengd þeirra gæti hafa verið um 8 m. — Þótt sel þetta standi í Drápuhlíðarlandi er sennilegt, að það hafi tilheyrt jörðinni Saurum. Því til sönnunar má benda á, að í máldaga- skrá fyrir Helgafell frá 1250 stendur svo: „Með Saura- landi er mánaðarbeit í Hlíðarland 8 kúm og 80 ásauðar, og skal sitjá að, upp um Seljabrún og um Vatnsdal, til götu þeirrar er upp liggur á háls“. Nafnið á selinu gæti hafa verið dregið af selráðskonu eða einsetukonu sem þar hefði búið. Helgafellssel undir Valsbjörgum. — Það er vitað með vissu, að Helgafell átti stórt og kostaríkt selland allt um- hverfis Valsbjörg. Enginn veit nú, hvar selið stóð, en lík- legt er, að það hafi staðið á þeim stað, sem bærinn í Vals- björgum var settur, þegar sellandið var löngu síðar gert að sjálfstæðri kirkjujörð. Sennilega má telja að Þórólfur

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.