Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 78

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 78
76 BREIÐFIRÐINGUR þetta: Það á að skrásetja allar seltóftir í landinu. Gera nákvæma teikningu af þeim og ljósmynda þær. Að sjálf- sögðu verður að friðlýsa allt slíkt. Þetta verður að vinnast af fullri þekkingu, undir yfirumsjón þjóðminjavarðar. Það skal viðurkennt, að lýsingu selja hér að framan er í ýmsu ábótavant. En gæti hún vakið menn til frekari athafna í sömu átt, er tilganginum náð. Og í öllum greinum er betra lítið ljós en mikið myrkur. KALT VOR Enn er frost og enn er klaki. inn í jörðu er gróa fer. Lasið fé og lömb í hraki. En lóan segir „dýrðin“ er. Syngur þú um sœlli tíðir, sumardýrð og fagurt vor. Litli fugl, er lundinn prýðir, Ijáðu mér nú sama þor. Ræðu þína rengja fáir. Rétt á sá, er hærra fer. Voldug þjóð, ef vizku þráir, verða rökin öll hjá þér. Svífðu vítt um sólargeima, sjáðu dýrð og njóttu vel. Lífsins tóna láttu streyma, leiðir þínar Guði fel. Kristín Sigfúsdóttir frá Syðri-Völlum.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.