Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 81
BREIÐFIRÐINGUR
79
greitt úr sjóði félagsins, eins og reikningar bera með sér.
Er auðvitað vafi, hve langt slík félög sem þetta getur
gengið á þessu sviði, en hitt jafn víst, að sælla er að gefa
en þiggja-
Deildir Breiðfirðingafélagsins hafa starfað svipað og að
undanförnu, þótt málfundadeild og handavinnudeild hafi
lítið látið á sér bæra.
Rétt er samt að geta þess, að starf málfundadeildar
hefur mjög verið á dagskrá hjá félagsstjórninni, og er nú
ákveðið, að boða til málfundar hið fyrsta og væntanlega
verður þátttaka svo mikil, að tekin verður upp kennsla eða
leiðbeiningar í framsögn og fundarhöldum fyrir þá, sem
óska.
Bridge-deild og tafldeild hafa starfað með miklu fjöri
og munu umsjónarmenn þeirra gera nánari grein fyrir
framkvæmdum þeirra .síðar á fundinum.
Eini skugginn, sem hefur verið á störfum félagsins þetta
ár, er það, hve lítið kórinn hefur getað unnið og yfirleitt
hve sönglistum hefur lítið verið sinnt. Þó er skylt að þakka
hinum ágæta heiðursfélaga Gunnari Sigurgeirssyni, píanó-
leikara fyrir forystu og stjórn við söng og hljóðfæraleik á
hátíðastundum félagsins, en því hefur hann sinnt af frá-
bærri alúð og smekkvísi, þrátt fyrir annir sínar við kennslu-
störf og kirkjukór, sem hann hefur tekið að sér að æfa og
stjórna. Er óskandi að kórnum takist ásamt söngstjóra
sínum að veita félagsmönnum og fleirum sem flestar unaðs-
stundir sem hingað til. Og verður hin nýja stjórn að taka
þetta mál til sérstakrar athugunar strax á fyrstu fundum
sínum.
Breiðfirðingur, tímarit félagsins, hefur komið út með
svipuðum hætti og áður. Ritstjóri er Arelíus Níelsson, en
Jón Júl. Sigurðsson hefur annazt framkvæmdastjórnina fyrir
ritið af fádæma dugnaði og skörungsskap. Tókst að fá 2.