Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.2012, Page 6

Skírnir - 01.09.2012, Page 6
Frá ritstjóra „Tímaritin eru hentugri enn flestar bækur aðrar til þess að vekja lífið í þjóðunum og halda því vakandi, og til að efla frelsi þeirra, heill og menntun." Með þessum orðum lýstu Fjölnismenn tilgangi og markmiðum síns nýstofnaða tímarits 1835, og hefur séreðli tímarita tæpast verið betur lýst. Markmið mitt sem rit- stjóra Skírnis hlýtur að vera að stuðla áfram að því að Skírnir verði sú „rödd tímans" sem Fjölnismenn vildu að þeirra rit væri; að þar fari fram gagnleg og heiðarleg umræða á skýru og kraftmiklu máli um mikilvæg efni okkar tíma. Og er þá haft í huga að tíminn er afstæður í bókmenntum og listum. Sérstaka rækt vil ég leggja við fram- setningu, að hún verði þannig að almennir lesendur nái sambandi við efnið, án þess að slegið sé af fræðilegum kröfum, og fylgt ágætri ábendingu Fjölnismanna: „Enn- fremur verða menn að varast að taka mjög dauflega til orða, annars er hætt við að nyt- samasta efni verði vanrækt og fyrirlitið af góðfúsum lesara." Efnisleg breyting skal þó nefnd. Eins og lesendur sjá birtist hér kvæðabálkur eftir Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund, og merkir það að ljóðlistin heldur aftur innreið sína í Skírni, en eiginlegir ritdómar um bækur falla niður að sinni. Þess verður freistað að færa bókmenntagagnrýni í form lengri greina um einstaka höfunda og verk þeirra. Að öðru leyti er umfjöllunarefni í heftinu frá ýmsum tímum, en þess skal getið að sumt var þegar frágengið í tíð forvera míns. Umræða um höfund Njálu hefur sjálf- sagt staðið frá því sagan var skrifuð, enda í hæsta máta fróðlegt og skemmtilegt að velta fyrir sér mörgum hliðum þessa meistaraverks og hvernig það varð til. Einar Kárason færir hér í grein frekari bókmenntaleg rök fyrir sinni kenningu um höf- undinn og verður trúlega skeggrætt um hana áfram því efnið mun líka til umfjöllunar í nýjustu skáldsögu hans, Skdldi. Önnur gullöld íslenskra bókmennta, nítjánda öldin, kemur nokkuð við sögu. Ólafur Gíslason skoðar hina miklu Evrópuferð Tómasar Sæmundssonar 1832 og varpar á hana nýju Ijósi og Þórir Óskarsson rannsakar hvaða bókmenntir voru raun- verulega lesnar í skólum á 19. öld. Björn Þorláksson setur gamlan íslenskan hreppa- ríg á Tröllaskaga í óvænt samhengi, og Bryndís Björgvinsdóttir skrifar skemmtilega grein um brandara um konur, þar sem hún fer í saumana á orðræðu og stöðluðum hugmyndum að baki þessu vinsæla gamanformi. Orðræðugreiningu af öðru tagi má svo sjá í grein Ara Páls Kristinssonar um íslenska málhugmyndafræði við hernámið 1940. Skömmu fyrir hernám flutti aftur til Islands einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar, Kristmann Guðmundsson, en hann hafði þá ná miklum vinsældum í Noregi. Gunnþórunn Guðmundsdóttir rannsakar hér umtalaða sjálfsævisögu Krist- manns sem hann skrifar heim kominn og veltir upp ýmsum álitaefnum. Einn dáðasti heimspekingur Spánar er José Ortega y Gasset. Hermann Stefáns- son hefur hér þýtt brot úr bókinni Uppreisn fjöldans eftir hann, og fylgir því úr hlaði með formála. Hermann færir rök fyrir því að sú greining á evrópskri menningu sem fram fer í verki Ortega y Gasset eigi sérstakt erindi til Islendinga hér og nú. Að sama skapi á grein Svans Kristjánssonar erindi í þjóðmálaumræðuna miðja, en hún ber heitið Brothætt lýðræði — Valdsmenn ísókn, þar sem hann rekur með skýrum dæmum hvernig valdamenn færðu sig upp á skaftið frá og með árinu 1988 og hófu afskipti af mannaráðningum við þrjár stofnanir; Hæstarétt, Háskóla Islands og Ríkisútvarpið. í myndlistarþættinum leggur Ólafur Gíslason til atlögu við myndbandsverk Sig- urðar Guðjónssonar vopnaður hugtökum úr smiðju klassískrar fagurfræði og goðsagna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.