Skírnir - 01.09.2012, Page 34
294
EINAR KÁRASON
SKÍRNIR
rödd endurómar í tveimur verkum, sem talin eru skrifuð um svipað
leyti (verkum sem vel að merkja fóru ekki í verulega dreifingu fyrr
en mörgum öldum seinna), er þá ekki önnur skýring nærtækari en
sú að höfundur annarrar bókarinnar hafi þá rétt nýlokið við að lesa
hina?
I káseríinu sem ég skrifaði í TMM nefndi ég sumt af því sem er
helst áberandi og tengir saman Njálu og íslendingasögu, t.d. merki-
leg tengsl milli beggja rita og snerta höfuðandstæðinga Sturlunga í
innanlandsófriði 13. aldar, þá Gissur Þorvaldsson og Kolbein unga;
sömuleiðis hina augljósu hliðstæðu í lýsingum á Gunnari á Hlíðar-
enda og Oddi Þórarinssyni (sem var bróðir Þorvarðar Þórarins-
sonar, en það atriði mun hafa verið helsta kveikjan að aðalhugmynd
Barða um þessi mál). Eg hirði að öðru leyti ekki um það hér að
endurtaka það sem ég hef áður skrifað.
Sumt af því sem Barði tínir til varðar, eins og áður er nefnt, áhuga-
verð smáatriði; til að mynda: Á sáttafundi í Sturlungu eftir víg Þor-
gils skarða færir Þorvarður Þórarinsson gjafir; Sighvati færir hann
„silfurker gott, skarlatskyrtil og fingurgull, en Guðmundi silfur-
belti“. En á sáttafundi í Njálu eftir Njálsbrennu gaf Þorgeir skorar-
geir Guðmundi ríka silfurbelti, en Síðu-Halli gullhring og skarlats-
skikkju (Barði Guðmundsson 1958: 65).
En önnur atriði snerta dramatískasta atburð beggja bóka, er ís-
lenskt höfuðból er umkringt af óvinum sem brenna húsin þegar þeim
mistekst að brjótast inn og drepa húsráðendur. Hér er ein af stór-
merkilegum athugunum Barða: „Veturinn eftir Flugumýrarbrennu
heppnaðist Gissuri Þorvaldssyni að fella átta af brennumönnum, og
á næsta sumri, er Oddur Þórarinsson hafði tekið við forystunni af
Gissuri í baráttunni gegn þeim, felldi hann fimm í Grímsey“
[Grímsey og Flatey á Skjálfanda. aths. EK]. „Rétt áður en greint er
í Njálu frá utanför Flosa og manna hans á skipi Eyjólfs nefs er Kári
látinn segja við Þorgeir skorargeir: „Drepa ætla ég Gunnar Lamba-
son og Kol Þorsteinsson, ef færi gefur á. Höfum við þá drepið
fimmtán menn með þeim fimm, er við drápum báðir saman.“ Hina
átta hafði Kári drepið í hefndaraðförinni með Birni í Mörk. Tví-
skiptingin á tölu hinna felldu brennumanna í Sturlungu og Njálu er
nákvæmlega eins: 8+5“ (Barði Guðmundsson 1958: 63-64).