Skírnir - 01.09.2012, Page 40
300
EINAR KÁRASON
SKÍRNIR
urar, en Gissur sjálfur kemst út með sínar syndir í farteskinu. En í
Njálsbrennu eru það Njálssynir, banamenn hins Kristlíka Hösk-
uldar hvítanesgoða sem deyja — en hreinsast um leið í eldinum. Þar
er kannski komin skýringin á því hvers vegna Njáll vill að þeir gangi
inn í húsin þegar árásin er yfirvofandi í stað þess að verjast úti fyrir,
og það þótt bent sé á að þeir muni verða brenndir inni. Enda segir
Njáll í fyrsta sinn sem hann tekur til máls inni í logandi húsunum:
„Trúið þér og því, að guð er miskunnsamur, og mun hann oss eigi
láta brenna bæði þessa heims og annars" (Brennunjálssaga 1945:
297). Að sjálfsögðu ganga þau Bergþóra með sonum sínum í gegn-
um eldinn, annað hefði slíkum öðlingum ekki verið sæmandi.
Ég hef í þessum skrifum leitt að því líkur að Njáls saga sé á ein-
hvern hátt skrifuð sem athugun á eða útlegging um dramatíska at-
burði í lífi höfundarins og samferðamanna hans. Sömuleiðis munu
menn hafa áttað sig á við að lesa þessi skrif að sjálfum finnst mér
núorðið hafið yfir allan vafa að Sturla Þórðarson hafi samið fræg-
ustu perlu íslenskra miðaldabókmennta. Og bæði þessi atriði væri
kannski áhugavert að skoða eða útfæra nánar. I umræddri bók
Barða Guðmundssonar er langur kafli um Ljósvetningasögu („Ljós-
vetninga saga og Saurbæingar") þar sem hann sýnir fram á furðu
nákvæma samsvörun á milli atburða þessarar minna þekktu Islend-
ingasögu og svo atburða frá 13. öld, nánar tiltekið þegar sagnaritar-
inn Sturla Þórðarson lætur til leiðast að leggja syni sínum lið í aðför
að Hrafni Oddssyni, sem reynist hið mesta feigðarflan; Sturla er
tekinn höndum, sviptur eignum og rekinn utan á konungsfund, í
opinn dauðann að því er virðist. En alveg samskonar atburðarás
með sama merkilega framhaldi er rakin í Ljósvetningasögu, og getur
Barði sér þess til að tengdasonur Sturlu, Þórður Þorvarðsson (frá
slóðum Ljósvetningasögu og seinni maður Ingibjargar sem nauðu-
lega slapp úr bálinu á Llugumýri) hafi samið söguna. Ég treysti mér
ekki til að leggja mat á það, en hugmyndin, og þessi athugun á at-
burðum Njálu, kveikir þann þanka að kannski sé rætur sumra frá-
sagna úr Islendingasögum (sem eins og allir vita eiga að gerast
200-400 árum áður en þær voru samdar) að finna í atburðum sem
gerðust á ritunartímanum.