Skírnir - 01.09.2012, Page 41
SKÍRNIR NJÁLSSAGA OG ÍSLENDINGASAGA ... 301
Hitt atriðið er kannski flóknara, og hæpið að leggja út í vanga-
veltur um það hér. En það varðar þau 15-20 af rúmlega 300 rit-
verkum sem samin voru á Islandi á 13. öld, sem eru hin sönnu
snilldarverk, og því áhugavert að vita hver sé höfundur þeirra. Við
þekkjum Snorra og við þekkjum Sturlu og þeirra verk, og þykjumst
nú vita að frá þeim, sem við getum kallað Reykholtsskólann, hafi
einnig komið Egla og Njála. Bróðir Sturlu, Ólafur hvítaskáld, lærði
einnig hjá Snorra frænda. Margir hafa talið hann höfund Laxdælu.
Merkilegar vísbendingar tengja þennan tveggja eða þriggja manna
skáldaskóla einnig við Grettissögu og Eyrbyggju. Og raunar fleiri
af bestu ritverkum íslenskra miðalda. Kannski að skýringin á rit-
snilld þjóðarinnar á þessu undarlega tímabili sé einfaldari en margir
hugðu?
Heimildir
Ég þakka Halldóri Guðmundssyni bókmenntafræðingi, Óskari Guðmundssyni
sagnfræðingi og norrænufræðingunum Gísla Sigurðssyni, Vésteini Ólasyni og Örn-
ólfi Thorssyni fyrir yfirlestur og ábendingar. Og það án þess að gera þá ábyrga fyrir
mínum sérviskum og ályktunum.
Aristóteles. 1976. Um skáldskaparlistina. Islenzk þýðing eftir Kristján Árnason sem
einnig ritar inngang. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag.
Barði Guðmundsson. 1958. Höfundur Njálu: Safn ritgerða. Reykjavík: Bókaútgáfa
Menningarsjóðs.
Brennunjálssaga. 1945. Reykjavík: Helgafell.
Einar Ól. Sveinsson. 1943. Á Njálsbúð: Bók um mikið listaverk. Reykjavík: Hið ís-
lenzka bókmenntafélag.
Halldís Ármannsdóttir. 2012. Njála sem aldarspegill: Samanburður á Brennu-Njáls
sögu og nokkrum ritum sem voru útbreidd og nutu vinsxlda í Evrópu á þrett-
ándu öld. Óprentuð MA-ritgerð, Háskóli íslands.
Helgi Haraldsson. 1971. Engum er Helgi líkur: Bóndinn á Hrafnkelsstöðum segir
sína meiningu. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Hermann Pálsson. 1984. Uppruni Njálu og bugmyndir. Reykjavík: Bókaútgáfa
Menningarsjóðs.
Matthías Johannessen. 1997. Sagnir og sögupersónur. Reykjavík: Árvakur.
Megaard, John. 2009. Was Njáls Saga Written by Sturla Þorðarson? The 14th Inter-
nationalSaga Conference 9th—15th August2009. Uppsala/Sweden http://www.
saga.nordiska.se.