Skírnir - 01.09.2012, Page 48
308
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
2. Flokkakerfið þróaðist með mjög sérstæðum hætti. Harla óljóst
var t.d. hverjir voru í stjórnmálaflokkum og hverjir ekki. Hug-
myndafræðilegur ágreiningur var vissulega til staðar og margir
studdu stjórnmálaflokk á grundvelli hugsjóna. Engu að síður var
uppistaðan í starfi flokks á hverjum stað yfirleitt ekki formlegt
flokksfélag heldur víðtækt tengslanet forystumanna og skjól-
stæðinga þeirra á grundvelli fyrirgreiðslustjórnmála.
3. Ósjálfstæð stjórnsýsla til viðbótar við fyrirgreiðsluflokka voru
afar óheppileg blanda fyrir þróun heilbrigðra stjórnarhátta og
þróttmikils lýðræðis í landinu. Ósjálfstæð stjórnsýsla nærði að
talsverðu leyti stjórnmálaflokka landsins. Ráðherrar lögðu undir
sig stjórnsýsluna vegna þess að þeir gátu það. Geta flokkanna til
að úthluta opinberum gæðum beindi síðan starfi þeirra í áttina
að því að þjóna flokksmönnum og kjósendum með persónulegri
fyrirgreiðslu í stað baráttu fyrir framgangi sameiginlegra hug-
sjóna.
4. Allt banka- og fjármálakerfi landsins var undir valdi stjórn-
málaflokka landsins. Fjármagn í einkaeigu var nánast ekkert.
Stjórnmálaflokkarnir skipuðu sína menn í bankaráð ríkisbank-
anna. Bankastjórarnir sjálfir voru skipaðir á grundvelli óskráðs
samkomulags um hvernig þeim embættum væri skipt á milli
flokkanna. Bankastjórar voru yfirleitt forystumenn í sínum
flokki; sumir hverjir sátu meira að segja samtímis á Alþingi.5
5 Sbr. Svan Kristjánsson2007: hér einkum 116-117. Helgi Skúli Kjartansson (2002:
95) lýsir m.a. upphafi yfirráða flokkanna í fjármálakerfinu um 1930 og ályktar:
„Hér með var mótað það ríkisbankakerfi sem stóð lítt breytt í hálfa öld. Bankarnir
voru hluti af hinu pólitíska valdi þar sem stjórnmálaflokkarnir (aðrir en sósía-
listar) skiptu með sér ítökum og héldu þeim einnig þegar þeir voru utan stjórnar.
Þótt Landsbankinn færi með hlutverk seðlabanka fylgdu því hins vegar engin
sjálfstæð áhrif.“ Til að mynda urðu Davíð Oddsson, Birgir Isleifur Gunnarsson,
Emil Jónsson, Finnur Ingólfsson, Jóhann Hafstein, Jón Sigurðsson, Magnús Jóns-
son, Pétur Magnússon, Steingrímur Hermannsson, Sverrir Hermannsson og
Tómas Árnason þingmenn, bankastjórar og ráðherrar. I tölvubréfi til greinarhöf-
undar 23. ágúst 2012 skrifar Helgi Skúli Kjartansson m.a.: „Hinu pólitíska banka-
kerfi er best lýst með því að taka bankastjóra og útibússtjóra í einu lagi.
(Utibússtjórarnir hétu vissulega „bankastjórar" í munni heimamanna en við Reyk-
víkingar skiljum það ekki). Bæði fengu menn slík störf út á þingmennsku (Bern-
harð Stefánsson) og notuðu þau sem pólitískan stökkpall (Jón Auðunn Jónsson,
Haraldur Guðmundsson, Bragi Sigurjónsson, Jón Sólnes ...).“