Skírnir - 01.09.2012, Page 53
SKÍRNIR
BROTHÆTTLÝÐRÆÐI
313
úr embætti nema með dómi eða vegna endurskipulagningar dóms-
kerfisins (61. gr.).8 9
Veik staða dómsvaldsins birtist einna skýrast í embætti sýslu-
manna sem í senn voru starfsmenn framkvæmdavaldsins og dómarar
í héraði. Sem hluti af framkvæmdavaldinu laut sýslumaður boðvaldi
dómsmálaráðherra en dómarar skyldu starfa sem hluti af sjálfstæðu
dómsvaldi. Ráðherra dómsmála hafði síðan óbundnar hendur um
skipun héraðsdómara. Hann gat valið að vild úr hópi þeirra um-
sækjenda sem fullnægðu formlegum hæfnisskilyrðum laganna um
lögfræðimenntun, 25 ára aldur, lögræði og fjárræði, óflekkað mann-
orð, íslenskan ríkisborgararétt og hafa alls verið starfandi í þrjú ár í
tilteknum stöðum hjá hinu opinbera eða gegnt málflutningsstörf-
9
um.
Eins og þegar hefur komið fram beitti fyrsti íslenski ráðherrann,
Hannes Hafstein, purkunarlaust valdi sínu til að skipa samflokks-
menn sína í Heimastjórnarflokknum í sýslumannsembætti og mátti
sæta ámæli þeirra er hann vék frá þeirri vinnureglu og skipaði
stjórnarandstæðing sýslumann í Rangárvallasýslu.10 Jónas frá Hriflu
hélt uppi þessum starfsháttum forvera sinna í embætti dómsmála-
8 Hér er byggt á bók Gunnars Helga Kristinssonar 1994: einkum 30-32.
9 Sbr. lög nr. 85/1936, Stjórnartídindi fyrir ísland 1936 A, 215-279, hér 223-224.
Upphaflegu ákvæðin um starfsreynslu voru víkkuð nokkuð síðar. Þannig voru
eftir lýðveldisstofnun sett lög nr. 67/1944 sem kváðu á um að starfsreynsla sem
þingmaður í þrjú ár samtals fullnægði starfsskilyrðum fyrir skipun í embætti
héraðsdómara, sbr. Stjórnartíðindi 1944 A.2., 86. Þar með hafði dómsmálaráð-
herra frjálsari hendur en áður til að skipa dómara úr hópi löglærðra alþingis-
manna. Guðrún Erlendsdóttir (1995: 23-24) hefur bent á að samkvæmt fyrstu
lögum um Hæstarétt nr. 22/1919 réðu dómararnir og dómsmálaráðherra í sam-
einingu skipun nýrra dómara. Með lögum nr. 111/1935 varð sú breyting að dóm-
arar höfðu einungis umsagnarrétt um umsækjendur en ráðherrann réð einn um
dómaraskipun. Pétur Kr. Hafstein (1995) gerði grein fyrir hæstaréttardómurum
frá upphafi til 1995. Sami höfundur fjallaði um stöðu íslenskra dómstóla, m.a.
að samstaða hefði verið um að „löngu væri tímabært að hverfa með einhverjum
hætti frá þeirri arfleifð einveldisins, að dómsvald og framkvæmdavald væri á einni
og sömu hendi sýslumanns“ (Pétur Kr. Hafstein 1993: 99-100). Á stundum voru
tengsl Hæstaréttar og framkvæmdavalds með afar sérkennilegum hætti. Má þar
einkum nefna þegar Einar Arnórsson dæmdi árið 1943 t þremur málum í Hæsta-
rétti en hann gegndi þá embætti dómsmálaráðherra. Sbr. Pétur Kr. Hafstein 2001.
10 Reyndar þótti Rangárvallasýsla vera með tekjurýrari sýslum fyrir viðkomandi
sýslumann.