Skírnir - 01.09.2012, Page 57
SKÍRNIR
BROTHÆTTLÝÐRÆÐI
317
varpinu fyrir öndverðum skoðunum svokallaðra „lögskilnaðar-
manna“ í deilum um sambandsslit við Danmörku og stofnun lýð-
veldis.14
Með nokkrum rétti má halda því fram að flokkarnir hafi náð að
sölsa undir sig almenna dagskrárgerð Utvarpsins með atbeina full-
trúa sinna í útvarpsráði. Vilji valdsmanna stóð einnig til þess að ráða
yfir fréttastofu Útvarpsins; að þeirra mati áttu t.d. „kommúnistar"
ekki að starfa á fréttastofunni. Þó var ekki bent á nein dæmi um
hlutdrægni í fréttum þeirra. Þarna gekk fremstur í flokki Jónas frá
Hriflu. Otvarpsstjórinn, nafni hans og samflokksþingmaður, neitaði
að verða við tilmælum af þessu tagi frá Jónasi frá Hriflu: „Eg
hummaði afskiptasemi hans fram af mér og vísaði í 5. gr. útvarps-
laganna, sem kvæði svo á að allir landsmenn skyldu hafa jafnan rétt,
og eg myndi aldrei í neinu skerða rétt starfsmanna minna vegna
pólitískra skoðana, heldur láta eitt ráða, hvort þeir gætu og vildu
vinna verk sín vel og trúlega samkvæmt settum vinnureglum út-
varpsins. Bæði hann og flestir aðrir áttu erfitt um að láta sér skiljast,
að til væri stofnun, sem setti sér það að markmiði að gæta „fyllstu
óhlutdrœgni“ (Jónas Þorbergsson 1967: 298-302, hér 298).
Næst var reynt að beita ráðherravaldi til að takmarka vald út-
varpsstjóra og sjálfstæði fréttastofunnar. Æðsti yfirmaður Ot-
varpsins, forsætisráðherrann Hermann Jónasson, gaf sumarið 1939
útvarpsstjóra fyrirmæli um að segja upp öllu starfsfólki Útvarpsins
og síðan að auglýsa stöður fréttamanna lausar til umsóknar. Að mati
útvarpsstjóra var þessi leið fyrirhuguð, „til þess að koma fram
atvinnuofsóknum í fréttastofunni af stjórnmálaástæðum" Qónas
Þorbergsson 1967: 299).
Útvarpsstjóri brást við með því að láta umsækjendur gangast
undir sérstakt próf til að meta hæfni þeirra og fékk fréttastjóra Út-
varpsins sr. Sigurð Einarsson til að aðstoða sig við prófundirbúning.
Einnig fékk útvarpsstjóri tvo menn, Einar Arnórsson hæstaréttar-
dómara og Sigurð Nordal prófessor, til að vera prófdómara og skila
sameiginlegri greinargerð um hæfni umsækjenda. Hugrekki og fag-
14 Sbr. Gunnar Stefánsson 1997: einkum 147-149,195-196. Sjá einnig Svan Kristj-
ánsson 2010: 54-55.