Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 67
SKÍRNIR
BROTHÆTT LÝÐRÆÐI
327
neinu valdi. Með því að hafa það að leiðarljósi bindur ráðherra sjálfur
hendur sínar og takmarkar vald sitt eins og frjálsir menn ávallt gera án þess
þó að fórna eðlilegu svigrúmi. Að baki býr það siðferðilega aðhald sem
hinar óskráðu grundvallarreglur stjórnskipunarinnar veita. Þegar þær eru
ekki virtar tekur við bókstafur valdboðsins.21
Ríkisútoarpið. Árið 1997 voru gerðar skipulagsbreytingar á Ríkis-
útvarpinu með stofnun þriggja framleiðsludeilda: menningarmála-
deild, tónlistardeild og deild samfélags- og dægurmála. Þrjár stöður
forstöðumanna voru auglýstar opinberlega. Utvarpsráð fjallaði
síðan um umsóknirnar og greiddi atkvæði um umsækjendur. I
ráðinu sátu sjö fulltrúar stjórnmálaflokkanna, kjörnir af Alþingi.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði þrjá fulltrúa en aðrir flokkar einn full-
trúa hver. Stjórnarflokkarnir mynduðu meirihluta í útvarpsráði,
formaður var Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson úr Sjálfstæðisflokki
en varaformaður Gissur Pétursson Framsóknarflokki. Otvarpsstjóri
tók hins vegar einn ákvörðun um ráðningar og var óbundinn af
atkvæðagreiðslum útvarpsráðs.
Ekki var umtalsverður ágreiningur í útvarpsráði um ráðningu
yfirmanna tveggja deilda. Mjög skiptar skoðanir voru þar hins vegar
um hvern skyldi ráða sem yfirmann samfélags- og dægurmála-
deildar. Umsækjendur voru fimm: Gústaf Níelsson, Jón Ásgeir Sig-
urðsson, Kristín Ólafsdóttir, Óðinn Jónsson og Þorgerður K.
Gunnarsdóttir. I atkvæðagreiðslu í ráðinu fékk Kristín fjögur at-
21 Sigurður Líndal 2004. í leiðaraskrifum og „Staksteinum", nafnlausum dálki á
vegum ritstjórnar blaðsins, studdu ritstjórar Morgunblaðsins eindregið þá
afstöðu að dómsmálaráðherra væri með öllu óbundinn af röðun Hæstaréttar á
umsækjendum. Ritstjórar Morgunblaðsins skrifuðu m.a. í leiðara daginn eftir:
„Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor í lögum við lagadeild Háskóla Islands,
segir í grein í Morgunblaðinu í gær: „Jafnframt getur rétturinn raðað umsækj-
endum eftir því, sem hann telur að réttinum sé mestur styrkur að.“ Þetta er rangt
hjá Sigurði Líndal. I lögum um dómstóla er hvergi að finna heimild til þessarar
forgangsröðunar. Jafnvel þótt dómarar og prófessorar séu miklir lögvísindamenn
hafa þeir enga heimild til að lesa út úr lögum, sem Alþingi hefur sett, eitthvað sem
þar er ekki að finna. Það eru sambærileg vinnubrögð og KGB (leyniþjónustan)
stunduðu á tímum Sovétríkjanna sálugu, þegar þeir handtóku föður Lennarts
Meri, síðar forseta Eistlands, fyrir að eiga ólögleg vopn á heimili sínu og túlkuðu
lögin á þann veg að bókahnífurinn á skrifborði hans væri ólögleg vopnaeign“
(„Breytt fyrirkomulag við val hæstaréttardómara“ 2004).