Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 82
342
ÓLAFUR GÍSLASON
SKÍRNIR
aldrei fyrir sjónir samtímaraanna Tómasar, en viðhorf sín til sam-
tímans birti hann hins vegar í tímaritinu Fjölni sem hann gaf út
ásamt þrem boðberum þjóðfrelsis og rómantíkur á Islandi, skáldinu
Jónasi Hallgrímssyni og fræðimönnunum Konráð Gíslasyni og
Brynjólfi Péturssyni. En tímarit þetta kom út árlega 1835-39 og
aftur 1843-47 og markar upphaf þeirrar þjóðernisvakningar á ís-
landi sem lyktaði með sjálfstjórn 1918 og stofnun lýðveldis 1944.
Þar var fjallað jöfnum höndum um bókmenntir, stjórnmál og sam-
félagsmál á alþýðlegan en hvatvísan hátt í anda rómantísku stefn-
unnar.
Hinn rómantíski bakgrunnur
Fyrsta útgefna ritverk Tómasar kom þó út á dönsku árið 1832,
skömmu áður en hann hélt í suðurgöngu sína. Ritgerðin Islandfra
den intellectuelle Side betragtet virðist skrifuð um svipað leyti og
hann lauk kandídatsprófi og fjallar einkum um mikilvægi og skipu-
lagningu menntamála á íslandi. Ritgerðin lýsir þeim nýja metnaði og
stolti fyrir hönd þjóðarinnar sem átti eftir að einkenna útgáfu
Fjölnis, og á milli línanna má lesa þann eldmóð sem rómantíska
stefnan hafði blásið þessum kornunga menntamanni í brjóst. í lok
ritgerðarinnar, sem augsýnilega er skrifuð fyrir dönskumælandi les-
endur, er dregin upp eftirfarandi mynd af íslandi, sem fróðlegt er að
skoða í ljósi þeirrar myndar sem Tómas átti eftir að draga upp af
helstu menningarborgum álfunnar, Berlín, Róm, Konstantínópel,
París og London:
Farsæld er möguleg á Islandi: það er ekki svo stjúpmóðurlega úr garði gert
sem menn vilja oft vera láta. Aðeins sá, sem sér auðlegð náttúrunnar einungis
í ávaxtatrjám og kornökrum, getur neitað íslandi um gæði hennar. Þegar ég
lít vítt og breitt um sviðið í kringum mig og sé grænar fjallshlíðarnar, sem
eru hvítdoppóttar af litríku sauðfé; þar sem yfirsveimandi fuglagerið hefur
umbreytt dökkum hömrunum í hvítt, eins og til að fela fyrir sjónum okkar
hvar snjórinn byrjar; þar sem fuglarnir í mergð sinni myrkva sólina eins og
staðgenglar skýjanna sem fjallatopparnir hafa rænt himninum. Eða hvernig
laxa- og silungatorfur forða sér undir vatnsyfirborðið til að verjast loft-
árásum þeirra yfir fjallavatninu, læknum eða hægfljótandi ánni, þar sem