Skírnir - 01.09.2012, Page 84
344
ÓLAFUR GÍSLASON
SKÍRNIR
Þessi innblásna mynd af íslandi er í raun sá bakgrunnur sem Tómas
hefur þegar málað í þá mynd af heiminum sem hann dregur upp í
handriti sínu að ferðabókinni; það er frá þessum sjónarhóli sem
hann leggur í ferðalag út í heiminn í þeim tilgangi að afla sér þekk-
ingar og takast á við það verkefni að gera menninguna ekki bara
„mögulega“, heldur líka raunverulega á Islandi.
Þessi mynd segir okkur ekki mikið um hvernig hið raunveru-
lega ísland leit út, heldur er þetta upphafin mynd í anda rómantísku
stefnunnar sem segir okkur jafnframt að Tómas sá Evrópu með
hennar gleraugum á ferðalagi sínu. Sú sýn hafði þegar fest rætur í
brjósti hans þegar hann yfirgaf ísland, en hún skerptist og fágaðist
á námsárunum í Kaupmannahöfn, og því er ferðalýsing hans mótuð
af þeim anga rómantísku stefnunnar sem við getum kallað norrænan
og þýskan og dregur enn dám af þeim lúterska píetisma sem mótað
hafði upplýsingaöldina á íslandi og á Norðurlöndum. Hann talar
um siðferðilegt eðli íslenskrar náttúru og siðferðilega markhyggju
hennar sem hafi mótandi áhrif á þjóðarskapgerðina og þar með á
eðlisbundin siðferðileg markmið hennar. Þessar hugmyndir eiga
rætur sínar í þýskri hughyggju sem við getum til dæmis fundið hjá
Friedrich Schelling, en hann hélt því fram að í náttúrunni væri inn-
byggt afl er stefndi að fullkomnun: „Hvað er í raun og veru hin full-
komna mynd hlutarins? Ekkert annað en skapandi líf hans, tilvistar-
kraftur hans. Sá sem sýnir náttúruna sem dautt fyrirbæri getur aldrei
höndlað það djúpstæða ferli, svipað hinu efnafræðilega, sem getur
af sér í gegnum hreinsandi mátt eldsins hið hreina gull fegurðar-
innar og sannleikans."* * * 4
Þessi trú á eðlislægan siðferðilegan og fagurfræðilegan kraft í
náttúrunni, sem Tómas notar ekki bara til að réttlæta föðurlandsást
sína, heldur líka trúarsannfæringu sína, er mikilvægur þáttur í því
flókna fyrirbæri sem við köllum í daglegu tali rómantík, en þetta
vandmeðfarna hugtak felur í sér margvíslegar innri andstæður sem
sjást best í því að jafn ólíkir málarar og Caspar David Friedrich og
ekki nándar nærri jafn langt í fortíðarhyllingu og Adam Oehlenschláger. Jónas á
erindi við samtíma sinn en Oehlenschláger er fastari í fortíðinni" (Páll Valsson
1999: 116-117).
4 Schelling [1807] 1989; þýðing höfundar.