Skírnir - 01.09.2012, Page 85
SKÍRNIR
AUGU MÍN OPNUÐUST ...
345
Francesco Goya teljast til rómantísku stefnunnar, eða jafn ólíkir
myndhöggvarar og Thorvaldsen og Jean-Baptiste Carpeaux. Það
sem þessir listamenn áttu sameiginlegt var í raun andóf gegn þeim
skilningi upplýsingarinnar, að náttúran væri hlutlægt og dautt fyrir-
bæri er byggi yfir vélrænu orsakalögmáli og að rétt eins og vísindin
gætu birt okkur hina „réttu“ og endanlegu mynd náttúrunnar, þá
gerði myndlistin hið sama með sem nákvæmastri eftirlíkingu henn-
ar. Það var þessi „raunsæislega" eftirlíking hinnar dauðu náttúru
sem Schelling andæfði gegn í stefnuriti sínu um náttúruna í mynd-
listinni, og þar átti hann bandamenn fyrst og fremst í því tilfinn-
ingaþrungna tilvistardrama sem við finnum í verkum skálda eins og
Byrons eða Hoffmanns og myndlistarmanna eins og Caspars Davids
Friedrich, Gericaults eða Goya.
Þegar þýska rómantíkin bjargaði heimspekinni
Tómas Sæmundsson leggur sig fram um það í handritinu að ferða-
bók sinni að skýra evrópska heimspekiumræðu úr samtímanum
fyrir íslenskum lesendum sem voru alþýða manna til sveita, bændur
og vinnuhjú. Það er forvitnileg lesning og hjálpar líka til við að
skýra þá mynd sem hann bregður síðan upp af fjarlægari löndum
eins og Italíu, Grikklandi og Tyrklandi. I þeirri umræðu er það
efnishyggja upplýsingarinnar sem veldur Tómasi áhyggjum:
Sú meining í heimspekinni hafði helzt tekið yfirhönd að hið líkamliga, það
sem maður sæi og þreifaði á, væri það einasta sem menn gætu reitt sig upp
á [...] Hér með upphafðist þá allur munur góðs og ills, og þegar sálin hætti
að vera til, gat og ekkert annað líf til verið; var því einsætt að hvör mætti lifa
og láta sem vildi. Gekk Frakkland á undan öðrum með slíkum lærdómum.
Má hér af líta að heimspekin — svo fagra útvortis mynd sem hún í skálda,
mælskumanna og annarra gáfumanna munnum hafði upp á sig tekið — þó
mundi að innan vera svipt sínum grundvelli og vera allskammt frá gröf sinni
ef svo færi fram. (TS 1947: 130)
Það er hér sem Tómas segir Kant veita óæskilegri þróun innan heim-
spekinnar viðnám með rannsókn sinni á rótum og mörkum mann-
legrar skynsemi. Tómas bendir á að rannsókn hans hafi leitt til þess