Skírnir - 01.09.2012, Page 88
348
ÓLAFUR GÍSLASON
SKÍRNIR
upprunalegt og ósnortið“. Herder var andófsmaður gegn yfirgangi
Frakka og Breta í Evrópu og boðaði sameiningu þýskumælandi
ríkja á meginlandinu í andófi gegn nýlendustefnu Napóleons og
draumum hans um heimsyfirráð:
Hvers vegna getum við ekki skapað alheimsríki af þeim toga að allir geti
fundið sig eiga heima í því eins og fullkomnir múrsteinar, og myndað
þannig byggingu er muni standast um allar aldir, vegna þess að það byggir
á bjargfastri reglu, sem er sannleikurinn, sem menn hafa höndlað með
óskeikulum aðferðum? — allar slíkar hugmyndir eru merkingarlaust rugl
og þversögn; og með því að draga þessa kenningu fram í dagsljósið stakk
Herder hinum skelfilegasta rýting í skrokk evrópskrar rökhyggju, sem hún
hefur aldrei náð sér af. I þessum skilningi er Herder vissulega einn af
feðrum rómantísku stefnunnar. Það er að segja, hann er einn af feðrum
þeirrar stefnu sem einkennist meðal annars af afneitun einingarinnar, af-
neitun samræmisins, afneitun samræmanleika hugsjónanna, hvort sem er í
hugsun eða verki.8
I umfjöllun sinni um Herder segir Tómas í Ferðabók sinni, að verk
hans séu til þess fallin að „vekja föðurlandsást og elsku til alls þess
sem falligt er og gott. Hann hefur skilið og útlagt skáldskaparand-
ann allra tíða, og Ideen zur Philosophie der Geschichte der Mensch-
heit eru álitnar ... djúpsærustu og hæstu athugasemdir yfir ver-
aldarsöguna sem til eru á þýzku“ (TS 1947: 112).
Tómas kemur frekar inn á þessa afstæðishyggju Herders í al-
mennri umfjöllun sinni um evrópskar bókmenntir þar sem hann
gerir upp við hin altæku gildisviðmið upplýsingarinnar og segir
meðal annars:
Rannsókn allra hluta leiddi menn til að ætla að þeir vissu allt, meðan þeir
ekki vildu kannast við að þeir vissu ekkert. Mennirnir urðu því að guðum
eins og skeð hafði hjá hinum gömlu heiðingjum; varð þar af loks í sam-
stemmu við aldanna stefnu yfir höfuð trúleysi og fjarvera allrar sannfær-
ingar. Gekk Frakkland hér sem í öðru þó á undan öðrum löndum. Þeirra
fremstu rithöfundar strönduðu upp á ýmsan hátt á þessu skeri (Racine og
Corneille í formen, Voltaire í gehalt), þar til mannligur andi ruddi sér upp
á annan veg braut gegnum þrengslin. [...] Hinn gamli útvalaandi sýndi sig
8 Berlin 1999: 67; þýðing höfundar.