Skírnir - 01.09.2012, Síða 92
352
ÓLAFUR GÍSLASON
SKÍRNIR
dikar, og allur vanskapaður með hnúð út úr bakinu, andlitið þó fall-
igt og viðfelliligt, höfuðið hvítt af hærum. Má eg játa að eg ekki hef
nálgazt neinum manni með stærri lotningu en hönum, er mér kom
í hug hin stóra sál sem bjó í þessum lítilfjörliga líkama" (TS 1947:
144). Töluðust þeir við á latínu þar sem Tómas var ekki enn búinn
að temja sér þýskt talmál.
Helgimyndir kaþólskunnar og fagurfræðipíetismans
Leið Tómasar suður Evrópu lá frá Berlín meðal annars um Dresden,
Prag, Munchen, Salzburg og síðan suður yfir Alpana til Italíu. I
Dresden kynnist hann norska málaranum Johan Christian Dahl,
sem þar kenndi við Listaakademíuna, og nefnir hann landslagsverk
hans meðal þess merkasta er hann sá af myndlist þar, auk verka
Rafaels og Correggios. Verkum Dahls átti hann síðan eftir að kynn-
ast betur á vinnustofu Thorvaldsens í Róm.
Það er fyrst í Baiern og Suður-Þýskalandi sem Tómas kynnist
kaþólsku umhverfi, og þar gera strax vart við sig fordómar hans
gagnvart kaþólskum siðum: „Á tvennu verður maður nú sér í lagi var
við að maður er kominn í kaþólskt land, fyrst að til beggja handa við
veginn er alsett af betlurum, körlum og konum, ungum og gömlum,
sem með uppréttum höndum biðja í Maríu og allra heilagra nafni um
ölmusu, og hefir maður fyrir slíkum skríl oft litla ró, annað það að
á hvörri hæð næstum stendur krossmark eður myndarstytta ein-
hvörs heilags manns, oftast úr tré málað margvísliga, stundum og
fúið og mosavaxið, eður þá dálítil bænahús úr múrsteini" (TS 1947:
223). Þarna birtist strax andúð hans á helgimyndum, dýrlingadýrk-
un og það sem við gætum kallað lúterska fordóma gagnvart trúar-
legri myndlist og formlegum helgisiðum kirkjunnar. I þessum
efnum er Tómas kannski ekki fullkomlega samkvæmur sjálfum sér
því að um leið og hann hæðist að trúarlegri myndlist þá hefur hann
meðtekið þá rómantísku fagurfræði að fegurðin helgist einvörðungu
af sjálfri sér:
Hún [listin] er ... sjálfráður leikur ímyndunarkraftarins, hún er frjáls, fylgir
þeim lögum sem hún sjálf gefur, þóknast alleina sjálfrar sín vegna, hún hefir