Skírnir - 01.09.2012, Síða 96
356
ÓLAFUR GÍSLASON
SKÍRNIR
liggja í því, að sem unglingur mun Tómas hafa heimt sauðfé föður
síns úr sumarbithögum í Þórsmörk, og því hafa þeir feðgar báðir
verið vel kunnugir á þeim slóðum.
Sæludagar í borginni eilífu
Engin skýring er til á því að í handrit Tómasar að Ferðabók hans
vantar mikilvægasta kaflann sem segir frá fjögurra mánaða dvöl hans
í Róm, „hvar ég hafði átt næstum 4ra hina ánægjulegustu mánuði og
sælustu daga ævinnar" eins og segir í upphafi frásagnar af ferð hans
frá Róm til Napoli. En til Rómar kom hann 10. desember 1832, og
hélt áfram suður til Napoli 28. mars 1833. Einasta varðveitta sendi-
bréf hans frá Róm er til föður hans og kemur fátt þar fram. Áhrifin
af Rómardvölinni koma hins vegar fram víðsvegar í texta hans þar
sem hann fjallar um almenn málefni, fagurfræði, heimspeki, trúmál
og almenn þjóðþrifamál. En áður en hann yfirgefur Róm í frásögn
sinni, segir hann þó með eftirminnilegum hætti frá páskadags-
morgni við Péturskirkjuna. Lýsingin ber þess vott að trúarlegur
ágreiningur hins lúterska rétttrúnaðarmanns og páfavaldsins hafi
kannski hvergi truflað skynjun hans og skilning á allri þeirri list-
rænu umgjörð, sem Páfagarði var sett, eins og þessi upplifun. Enda
byrjar frásögn Tómasar með þessum orðum:
Það er einkenni eins og allra ófullkominna trúarbragða, er taka hið útvortis
fram yfir það innvortis — bókstafinn fyrir andann, — að þá láta sér í öllu
annt um að fá á mannanna líkamliga skilning orkað og ífæra trúna svo sem
nokkurs konar líkamligri mynd, svo menn komist ekki hjá að verða varir
við hana, — en aldrei gætir þess eins stórkostliga sem við þetta tækifæri.
(TS 1947: 255)
Hér á Tómas við helgiathafnir dymbilvikunnar í kaþólskum sið og
prósessíu páfans á páskadagsmorgni sem hann lýsir með eftirfar-
andi hætti:
Að vísu þá er um alla föstuna kyrrt og hljótt hjá því sem endranær, en þó
tekur yfir úr því síðasta vikan fyrir páskana byrjar; það er þá svo sem allur
bærinn ífærist sorgarbúningi, allt er þegjandi, klukknahljómurinn hættir
og hinar fögru vatnsæðar, borgarinnar einhvör hin mesta prýði, hætta að