Skírnir - 01.09.2012, Qupperneq 99
SKÍRNIR
AUGU MÍN OPNUÐUST ...
359
mikil fyrirferðar og ekki nógu laus að austan til) albaniska fjallið. Velletri
bæri þá að standa utarliga í Fljótshlíðinni, en hérað Volskanna er áþekkt
vikinu á milli hennar og Eyjafjalla, og þó breiðara, en fjallgarðurinn fyrir
sunnan það Eyjafjöllum, og stendur þá líkt á með Terracina eins og aust-
ustu bæina undir Eyjafjöllum, nema hvað Terracina liggur á sjávarbakk-
anum og ekkert bil er orðið milli fjalls og sjávar. Landeyjarnar eru sem
pontisku forirnar, og fjall er þar einmana út við sjóinn, nú áfast við landið,
— áður kvað það hafa verið ey, en landinu þokað út á seinni öldum, og var
hún kennd við Circe. Segir sagan að Odysseifur hafi komið þar við á flakki
sínu eftir Trójumannabardaga, meira en 1100 árum fyrir Kristi fæðingu, og
þar hafi hún gjört félaga hans að svínum, líklega gefið þeim vel í staupinu
(en sjálfan töfraði hún hann til ásta við sig, svo að tafðist fyrir hönum heim-
förin). Eynni hagar að sínu leyti ekki ólíkt í samanburði við landið og Vest-
mannaeyjum hjá okkur. (TS 1947: 264)
Það þarf engan kunnugan til að átta sig á hversu langsótt þessi sam-
líking er, í raun er hún eins fjarri allri líkingu og hægt er að hugsa
sér, og erfitt að ímynda sér hvað vakir fyrir Tómasi annað en að
freista þess að vekja ímyndunarafl samlanda sinna út frá því sem
þeir þekkja fyrir. Þó má segja að „Pontísku forirnar“, sem eru flat-
lendið suður og austur af bænum Latina, eigi það sammerkt með
Landeyjum að hafa verið marflatt mýrlendi á þessum tíma. Fyrst
og fremst er þó samlíkingin til þess fallin að minna okkur á, hvernig
sú mynd og sú reynsla, sem við höfum fyrirfram mótaða í huga
okkar, verður til að móta þá mynd sem við gerum okkur af því sem
við sjáum í fyrsta skipti og reynum að lýsa með orðum. Auga
mannsins kemur aldrei saklaust að sínu verki, eins og Ernst Gom-
brich sagði, maðurinn túlkar það sem hann sér út frá reynslunni og
því sem hann þekkir fyrir (sbr. Gombrich 1989: 291-329). Rétt eins
og landslagsmálverkið líkir meira eftir landslagshefðinni og öðrum
myndum en eftir sjálfri náttúrunni, þá líkir hin skráða lýsing eftir því
sem augað og tungan þekkja fyrir.
Napoli og Campania felix
í rauninni verður ítölsk náttúra Tómasi stöðugt undrunarefni, en
hún nær hámarki sínu þegar hann sér yfir Napoliflóann og Camp-
ania felix: