Skírnir - 01.09.2012, Síða 100
360
ÓLAFUR GÍSLASON
SKÍRNIR
Allt hvað skáldin hafa sungið um goðalundanna fegurð og indæli eður
ódáinsakur er hér orðið orð og að sönnu, og yfir hálsa þessa og flatir
horfði Virgilíus, þegar hann var að lýsa Elysíum-völlum og samastað
hinna ófarsælu í 6tu bókinni af Æneasardrápu. Hér er sífellt vor, blómi
jarðarinnar hverfur aldrei; ein jurtin lifnar eða blómgast þegar önnur
fölnar; á öllum árstíðum eru hinir dýrmætustu ávextir í köstum til sölu
um torgin, og margar þúsundir manna eiga ekkert húsaskjól, því kuldinn
nær hingað ekki og sjógolan dregur svo úr hitanum að vel er viðunandi.
(TS 1947: 276)
Fyrsta upplifun Tómasar af náttúrufegurð Campania-héraðs virðist
eiga sér stað við Formia þar sem þokunni léttir skyndilega og þá
blasir þetta við:
Við stigum af vagninum í einhvörjum fegursta aldingarði, — citrónu og
guleplaskógar, myrtusviðar og lárviðar og ilmandi glæsiligustu jurtir, hvað
innan um annað, bar fyrir hvört sem litið var; vertshúsið var líkara kóngs-
höll en gestaherbergi. Fyrir neðan fætur okkar var sjórinn eins og spegill til
að líta, og var niður til hans hátt nokkuð og bratt, en allur flóinn blasti rétt
í móti, og hinum meginn við hann eður fyrir sunnan hann gaf að líta
álengdar Vesúvíus-eldfjallið í allri hátign sinni, fjöllin umhverfis Neapels-
flóann og eyjarnar er liggja vestur þaðan út með sjónum; vestanvert eður til
hægri handar við okkur var nesið sem við höfðum yfir farið, og fer það
lækkandi eftir sem vestar dregur, og niður við Gaeta hvar kastali var
byggður uppi á kletti nokkrum. Til vinstri handar eður fyrir norðan okkur
og austan er meginfjallið, en neðan til með indælustu hlíðum niður til
sjávar, austan og inn með flóanum; eru hlíðar þessar þaktar víngörðum og
aldintrjám. Sólin var farin að lækka svo skugga bar á hér og hvar um fjöllin
og varð af því afbreytingin enn meiri. Hér er einhvör mesta veðurblíða og
afdrep fyrir norðanvindunum; er því jörðin sífellt eins, á vetrum og á
sumrum ífærð sínum fegursta skrúðbúningi.
Við stóðum hér við tímakorn og skemmtum okkur með því að litast
um í fegurð þessari. Er herbergi þetta og aldingarður, Villa di Cicerone,
kennt við Cicero, hinn mikla speking og mælskumann Rómverja, sem mælt
er að hafi átt hér lystigarð og verið hér myrtur... Aldingarðsvörðurinn,
viðfelldinn unglingur, [sem] taldist vera rómverskur ... gjörði sér ánægju af
að leiða okkur um garð sinn og sýna okkur þær jurtirnar og trén, sem
honum þókti mest til koma, og fyllti vasa okkar með guleplum, sem hann
tók af trjánum og voru nú fyrst komin að því að vera fullþroskuð frá því
sumrinu áður; svo langan tíma þarf þessi fagri ávöxtur til að spretta að