Skírnir - 01.09.2012, Blaðsíða 102
362
ÓLAFUR GÍSLASON
SKÍRNIR
sjónum, í brattri brekku, svo hvört tekur við upp af öðru, en fyrir ofan þau
og efst uppi á holtinu er kastali. Fer grein úr holtinu aflíðandi suður í sjó í
aflöngum hrygg nokkrum gegnum staðinn vestanvert og skagar þar
nokkuð á sjó út, og stendur þar úti í sjónum annar meginkastalinn og sín
vík hvörjum megin; á þeirri víkinni sem fyrir austan er, niður undan aðal-
hluta bæjarins, er herskipalegan og útbúnaðarhús þeirra, og upp þaðan
kóngsgarðurinn hjá torgi miklu. Þar fyrir austan er höfnin, og halda að
henni 2 steinveggir sem hlaðnir eru langt út í sjó til að taka við bárunum sem
að utan koma þá vindur stendur inn flóann. [...] ... vesturendi borgarinnar
er langfegurstur, því með endilöngum sjávarbakka fyrir ofan flæðarmál er
einhvör indælasti lystigarður (Villa reale), en fyrir ofan hann vestur með
holtinu 2 beinar húsaraðir sem mjög hefir verið til vandað. Þá tekur
brekkan við alskrýdd aldingörðum og lystihúsum, hvaðan sjá má yfir öll
nærliggjandi héröð, og skagar fjallás þessi þegar undirlendinu sleppir fyrir
vestan víkina á sjó út. (TS 1947: 276-277)
Þótt Tómas hafi notið leiðsagnar arkitektsins Bindesbolls um götur
Napoli virðist það ekki hafa dugað honum til að læra að meta þá
mikilvægu byggingarlist sem þar er að finna: „I Napoli eru fá hús
sem mikið kveður að eður taki fram í því algenga, og trauðla er
önnur borg á Italíu hvar kirkjurnar bera eins lítið af öðrum húsum
að hæð og viðhöfn eins og hér, og eru þær þó að tölu ekki færri en
300 í borginni. Meðal annarra opinberra bygginga má helzt geta
ráðhússins og dýrgripabúrsins" (TS 1947: 280). Lýsir hann forn-
minjasafninu vel og segir það mikla höll, „meðal fyrstu húsa til
hægri handar þá kemur inn fyrir borgarhliðið, þá komið er þjóðveg-
inn frá Róm“. Tómas segir safnið hafa 90 stofur með fornminjum,
fágætum gripum og snilldarverkum, mest rómverskar og forn-
grískar fornminjar, en einnig muni frá Egyptalandi og Hetrúríu og
frá Suðurhafseyjum. Mest þykir honum koma til fornminjanna frá
Pompei og Herculanum, en einnig verður honum tíðrætt um
Farnese-safnið sem flutt var til Napoli frá Róm 1788, einkum högg-
myndirnar af Herkúlesi og Farnese-nautinu. Segir hann um Herkúles
að hann sé „að mestu leyti þrefalt stærri en mennskur maður, tilbú-
inn úr hvítum marmara“ og að aðdáunarvert þyki „hvað vel og
sannliga hefir tekizt að leiða aflið og karlmennskuna í ljós í vöðva-
fari og beinalögun líkneskisins“. Getur hann og réttilega til um