Skírnir - 01.09.2012, Page 103
SKÍRNIR
AUGU MÍN OPNUÐUST ...
363
höfunda verksins (Glykon eftir frummynd Lysippusar). Tómas
getur einnig uppruna Farnese-nautsins frá Rhodos, höfunda þess
Apolloniusar og Tauriscusar og heimilda Pliniusar um verkið og
söguna á bak við það. „Fær það mestrar undrunar hvað feikiliga
stórt þetta listasmíði er og hvað boli er nautsligur" (TS 1947: 283-
284).
Fýsilegasta ferð sem stofnuð hefur verið
Þótt Tómas hafi upphaflega ekki ætlað sér sunnar en til Sikileyjar í
ferð sinni, hafði sú hugmynd komið upp í huga hans skömmu áður
en hann yfirgaf Róm, að freistandi væri að taka þátt í fyrirhugaðri
skemmtisiglingu um Miðjarðarhafið, sem auglýst hafði verið meðal
ferðamanna í borginni. „... hin fýsiligasta ferð sem nokkurn tíma
hefir stofnuð verið“, segir Tómas og gekk boðsbréf um hana um
mestan hluta Evrópu, þar sem boðin voru 100 skipsrúm en auk
farþega var „næstum annað eins af þjónustufólki að meðtöldum
öllum hásetum skipsins" (TS 1947: 254). Siglingin átti að taka fjóra
mánuði með viðkomu á fjölda merkra sögustaða á Grikklandi, í
Tyrklandi, á Möltu og Sikiley.
I Napoli grennslaðist Tómas enn frekar fyrir um ferð þessa, en
komst fljótt að þeirri niðurstöðu að hún yrði honum fjárhagslega
ofviða. I Napoli hafði hann leitað aðstoðar sendiráðsfulltrúa Dana í
borginni, Frederiks Siegfrieds Vogt, og hafði Vogt verið honum hjálp-
legur í ýmsum efnum, leiðbeint honum um áhugaverða staði og
aðstoðað hann við að fá heimild til að skoða fornleifauppgröftinn í
Pompei sem þá var ekki opinn almenningi. Vogt hafði hvatt Tómas til
þessarar farar, en hann hafði gefið frá sér hugmyndina og var ferð-
búinn til Messina að kvöldi 11. apríl þegar hann fékk heimsókn sendi-
fulltrúans sem segir honum að hann hafi rætt við útgerðarmann
skipsins og fengið slíkan afslátt á fargjaldi fyrir Tómas að honum sner-
ist hugur. Skipið lét úr höfn fimm dögum síðar og stóð siglingin í fjóra
mánuði eða til 9. ágúst, þegar akkerum var varpað í Napoli á ný. Segir
Tómas á einum stað í Ferðahók sinni að engum manni hafi hann
kynnst á öllu ferðalagi sínu er hann eigi „svo mikið gott upp að unna“
sem Vogt sendiráðsfulltrúa í Napoli (TS 1947: 189).