Skírnir - 01.09.2012, Page 106
366
ÓLAFUR GÍSLASON
SKÍRNIR
ast af skáldskap Þúsund, og einnar nœtur og hann dregur upp eftir-
farandi mynd í bréfi til vinar:
Mér fanst, sannast talað, ég vera kominn í annan heim, þegar ég kom til
Tyrkja, eftir að hafa verið meðal Grikkja — þó allhægt sé að lynda við Grikk-
ina, sem hér búa [...] Hér gaf að líta miklar úlfalda- og múlasnalestir. Hér
mátti sjá þræla, sem í stórhópum voru reknir til sölutorgsins, þar sem þá
skyldi selja. Konur allar voru með gula skó á fótum og slæðu fyrir andliti og
í fylgd með þeim var fjöldi ambátta og geldinga. (Jón Helgason 1941: 93)
Um samband kvenlegrar fegurðar og fagurrar náttúru
Flest bendir til að Tómas hafi verið trúr þeirri heitmey sem hann
hafði bundist með leynd norður í Aðaldal í Þingeyjarsýslu örlaga-
sumarið 1829, og sá ekki aftur fyrr en eftir fimm ára ferðalag sitt
um heiminn. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann gæfi hinni kven-
legu fegurð gaum, og kemur það nokkrum sinnum fram í ferðabókar-
handriti hans og sendibréfum. Það er athyglisvert við þær at-
hugasemdir að hann tengir jafnan saman ytra útlit og kynþokka
kvenna annars vegar og það náttúrlega umhverfi sem þær eru
sprottnar úr hins vegar. Ein fyrsta athugasemd hans um þessi efni
kemur fram í kaflanum um veruna í Dresden í Þýskalandi, en þar
segir Tómas:
Konur eru í Dresden aðdáanliga fríðar, og sá eg þar ekki ófrítt stúlkuand-
lit jafnt meðal allra stétta. Hefir fátt á ferð minni undarligar fyrir mig komið
en hvað stór munur þess var í Berlín og hér. Sýnist það og víða að kvenfólk
sé svo bundið til náttúrunnar að fríðleikur þess fari mikið eftir fegurð
hennar. Vinnukonur í Dresden búa sig snoturligar en víðast annars staðar
og áþekkt kaupstaðakonum á Islandi ... (TS 1947: 219)
Ekki eru finnanlegar beinar heimildir um mat Tómasar á kvenlegum
yndisþokka á Ítalíu, en í bréfi til föður síns segir hann Italíu vera
„fegursta land í Norðurálfunni og það merkilegasta í veraldarsög-
unni; þar er og alt það, er mennirnir hafa fallegt gert, sameinað.
Málið: vallenzkan eða ítalíenskan er hið fegursta mál, sem talað er
— og trauðlega eru nokkurstaðar mennirnir fallegri“ (TS 1907:120-
121).