Skírnir - 01.09.2012, Síða 110
370
ÓLAFUR GÍSLASON
SKÍRNIR
sem hann hafði heimsótt í heimsreisu sinni. Af um 600 íbúum
bæjarins voru fimm embættismenn konungs: einn stiftamtmaður,
einn bæjarfógeti, einn dómari landsyfirréttar, einn landlæknir og
einn lyfsali. Biskupinn bjó í Laugarnesi sem þá var fyrir utan bæinn.
Aðrir bæjarbúar voru tómthúsmenn, handverksmenn og bændur
sem lifðu af stopulli erfiðisvinnu og bjuggu flestir í torfkofum.
Helstu menntamenn landsins voru kennarar við Bessastaðaskóla og
bjuggu þeir á Álftanesi og í Görðum. Tómas sat að kvöldi fyrsta
dags í Reykjavík veislu Kriegers stiftamtmanns til heiðurs krón-
prinsinum sem var að ljúka Islandsferð sinni. Tómas dvaldi rúmar
þrjár vikur í Reykjavík og nágrenni og þáði gistivináttu Steingríms
Jónssonar biskups í Laugarnesi, en fljótt kom að því að honum
héldu engin bönd, hann þurfti að komast í Aðaldalinn að hitta heit-
mey sína sem hafði beðið hans í fimm ár.
Erfiðasti áfangi ferðarinnar
Á þessum tíma var Island vegalaust land með óbrúaðar ár. Ferða-
lagið frá Reykjavík norður í Aðaldal var trúlega erfiðasti áfanginn
á allri heimsreisu Tómasar, en hann hélt ríðandi frá Reykjavík þann
25. september. Ferð hans lá um Reykholt, Gilsbakka, Kalman-
stungu, Grímstunguheiði, Víðidal, Þingeyrar, Svínavatn, Blöndu-
dal, yfir jökulána Blöndu og áfram um Svartárdal, Vatnsskarð,
Víðivelli í Skagafirði, yfir Héraðsvötn í Steinsstaði í Öxnadal og til
Akureyrar, en þaðan var síðasta dagleiðin í Garð í Aðaldal. Hafði
Tómas þá setið á hestbaki og riðið vegleysur um fjöll og dali og farið
yfir grýttar urðir, mela og úfin heiðalönd og yfir allmörg stórfljót á
tíu dögum í misjafnri veðráttu og hreppt fyrsta hríðarveður hausts-
ins á síðasta degi ferðarinnar.
„Þoldi ég betur ferðalagið en ég nokkurn tíma hafði getað vænst,
því ég hafði aldrei meira á mig reynt síðan ég lasnaðist, og fann mig
þó oft ver á mig kominn en eftir þessa ferð,“ segir hann í bréfi til
föður síns (TS 1907: 137-138). Tómas hafði fylgdarmann flestar
dagleiðirnar, á leiðinni fékk hann gefinn reiðhest og hafði tvo til
reiðar og svo er að sjá af frásögn hans í bréfinu til föðurins að ekk-
ert hafi þótt eðlilegra en að slá reiðskjótana af í lok ferðarinnar, þar