Skírnir - 01.09.2012, Page 113
SKÍRNIR
AUGU MÍN OPNUÐUST ...
373
hestavegi oftast rásir og ræsi sem flytja burtu vatn það er ofan streymir af
húsþökum eður út úr húsum berst. Eru strætin oftast flórlögð. Má nærri
geta að [mörgum] sem slíkum vegum eru óvanir finnist þröngt um sig er
hann stundum svo mílum skiptir ... gengur milli rétt sem háfjalla er nærri
lykjast saman yfir höfði hans og ei sér nema litla rönd himins yfir höfði sér;
verður því og frá sér numinn er hann sér allt um kring sig sífelldan mann-
usla með alls kyns hætti, vagna og hesta arg og hávaða svo varla heyrir
manns mál. Er varla til ófrýniligri sjón en frá háum turni að líta yfir stóra
borg. Húsþökin fyrir neðan mann, sem oftast eru úr brenndum leir, með
öllum sínum ójöfnum eru sem brunahraun sem reykháfarnir er fylla loftið
með sífelldum reyk og svælu gjöra enn líkara eldgjósandi fjöllum, og á milli
þessa grillir maður niður á göturnar sem í djúpa gjá og sér þaðan fólk og
hesta á hreyfingu sem kvikindi og ber þaðan upp til manns argið og skark-
alann. Gefur það nokkurn þanka um hvörnig við munum líta út frá hærri
himinstöðum ... (TS 1947: 290-291)
Lýsing þessi á það sammerkt með lýsingu Tómasar á landslagi í
námunda við Róm og Napoli, að orðin ná ekki utan um veruleik-
ann nema styðjast við það sem augað þekkti fyrir. Þannig verða
fjalladalirnir og eldfjöllin og eyjar og sker Tómasi nærtækust sam-
líking þegar lýsa skal borgarlandslaginu. En þegar kemur síðan að
menningunni blasir meðal annars þetta við:
... höfuðborgar landsins vitja allir sem bein hafa í hendi, eyða þar fé sínu;
þar er höfðingjanna aðsetur helzt. í borgunum finna menn minna til
veðráttunnar hörku og óblíðu en á landinu; þar er allt unnið og framkvæmt
í húsum inni, lítil stritvinna nauðsynlig, störfin eru á öllum tímum árs hin
sömu og minni nauðsyn á að taka nær sér á einum tíma en á öðrum en á
landinu, hvar allt hefir sína stund. Má af öllu þessu stærra punti við koma
í borgum; safnast og þangað allt hvað skemmtunum og gleði unnir, vegna
þess þar eru stærri glaðværðir og menn geta verið sér úti um stærri marg-
vísligar nautnir; er þar og öll hin hærri menntun búandi. Til að flýta og
koma til leiðar öllu þessu er þangað safnað öllu því sem fegurðarkeimur er
að. Allt hvað upp á einhvörn hátt þykir merkiligt, prýðiligt eður nytsamt
fyrir staðarbúa eður fyrir almenniliga menntun er því þangað safnað svo
það ekki megi kalla sett undir mæliask. Eru því í öllum stórum stöðum
margvíslig söfn sem vanaliga eru haldin á opinberan kostnað og því á
ákveðnum dögum opin til heimillrar inngöngu hvörjum er sjá vill til mennt-
unar sér og ánægju ... (TS 1947: 292)