Skírnir - 01.09.2012, Side 120
380
HERMANN STEFÁNSSON
SKÍRNIR
halda höfundinn vera miðjumann í pólitík, sósíaldemókrata sam-
kvæmt orðfæri dagsins í dag: Hann leiddi andstöðu menntamanna
gegn einræði Primo de Rivera, sat um hríð á héraðsþingi í León fyrir
flokk menntamanna í öðru spænska lýðveldinu, en hætti afskiptum
af pólitík og fór í útlegð eftir valdatöku Francos. Marxisti var hann
ekki og kyndugt væri að kenna hann við frjálslyndisstefnu, það er
óskýrt hugtak, misjafnt eftir þjóðlöndum og villandi. Byltingu
boðaði Ortega ekki þótt uppreisn komi fyrir í bókartitli hans. Allra
síst var Ortega fasisti, en spænskir fasistar voru mjög áfram um að
eigna sér hann eins og hendir. Frá marxisma skilur hann sig skýrast
þegar kemur að viðhorfinu til fjöldans sem er ekki eins þversagna-
kennt hjá Ortega og marxistum alla jafna: þótt marxískur mennta-
maður telji sig til alþýðunnar er það ekki mótsagnalaust, því þegar
til kastanna kemur treystir enginn skósmiðnum á horninu sérstak-
lega til að gerast forsætisráðherra eftir hádegi á morgun að lokinni
byltingu — og hví skyldi nokkur gera það? Fjöldi er þá hugtak í
marxisma fremur en veruleiki, eitt grundvallarhugtaka marxismans.
Fjöldann á að upplýsa eftir marxískum leiðum svo hann geti fylkt
sér að baki byltingunni. Fjöldi er einnig grundvallarhugtak í Upp-
reisn fjöldans en flóknara, raunar sjálft viðfangsefnið. Það er ekki
svo þægilegt og einfalt að Ortega hafi neikvæða afstöðu til alþýð-
unnar, öfugt við marxista sem hafi gagnvart henni einhlíta, jákvæða
afstöðu. Ortega taldi þvert á móti að vegna bætts aðgengis að þekk-
ingu í nútímanum væri í fyrsta sinn algengt að rekast meðal almúg-
ans á sannmenntað afburðafólk. Hæpið er að saka hann um elítisma,
eða í það minnsta er það ekki höfðingjahroki. Og ekki verður lögð
nægileg áhersla á að Ortega á ekki við stéttir í skilgreiningu sinni á
skrílmennum annars vegar og göfugri tilvist hins vegar, hann á við
tilveruhætti. Ef á að saka hann um elítisma skyldi taka til þess að í
honum er engin stéttafóbía; hefðarsinni var hann hinsvegar án
nokkurs vafa, og hefðin sem hann aðhylltist var sú evrópska.
Textinn sem ég hef fengist við að þýða að undanförnu er fræg-
asta bók Ortega. Hvaða erindi á þessi bók við daginn í dag, við Is-
land? Því svara ég þannig að fyrir eitthvert skammhlaup í tímanum,
kannski vegna þess að hún er skrifuð í kreppu, er bókin aflestrar
eins og hún hafi verið skrifuð á Islandi í fyrra. Allt sem hún veltir